Kirkjuritið - 01.06.1937, Side 17

Kirkjuritið - 01.06.1937, Side 17
Kirkjuritið. Riki, kirkja og skólar. 215 liér um mikinn vanda og trúnaðarstarf að ræða. En ef vel tækist um vinnubrögð, myndi slíkt starf bera mikinn og góðan ávöxt. Og ekki er íslenzka kirkjan svo fátæk af áhugasömum hæfileikamönnum, prestum og leik- niönnum, að ekki mætti velja og velja vel i þessar stöð- Ur. Vitanlega þyrfti að fjölga starfsmönnum kirkjunn- ai' í þessu skyni og jafnvel menta þá að einhverju leyti sérstaklega. En því fé myndi vel varið, er til þess færi, og endurgreiðast þjóðfélaginu með vöxtum í heilbrigð- um áhrifum, er bærust með æskulýðnum út í þjóðlífið. Það er mikils virði að eignast þegar í æsku örvggi kristinnar trúar, gleði bennar og djarfleik, bjartsýna lífsskoðun, traustan grundvöll að drengskap og dygð, lífshamingju og lífsfegurð. Að því ætti starf kirkjunnar í skólum að stuðla. Máli mínu fer að verða lokið. Ég hefi með þessu fátæklega erindi mínu viljað benda á takmark fyrir kirkjunnar menn að keppa að. Ef kristin kirkja á að eiga sér framtíð sem þjóðkirkja í þessu landi, verður þetta að vera krafa liennar á hendur ríkinu um aukin starfsskilyrði sér til lianda til þess að geta rækt sem bezt hið þjóðfélagslega hlutverk sitt: Að gera skólana að vettvangi kirkjulegs starfs í kristilegum anda. Því niarki hlýtur að vera liægt að ná, ef alþjóð manna, kristnir Islendingar, leggjast á eitt um það, að allir op- inberir skólar skuli að því vinna með aðstoð kirkjunn- ar að skapa og efla kristilega lífsskoðun með þjóðinni. Þorgrímur Sigurðsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.