Kirkjuritið - 01.06.1937, Side 21
Kirkjuritiíi.
KirkjugarSar.
219
sá grafreitur, þar sem 511 leiði væru með sama sniði og
svip, einföld, smekkleg og Iraust, en laus við prjál og
æpandi skraut. Því að í kirkjugarðinum eru allir jafnir.
Þar hvílist fátækur og ríkur, gæfumaðurinn og sorgar-
barnið hlið við hlið. Og er ekki nóg að burðast með
hrokami og prjálið alt lífið, þótt þvi sé ekki lika skelt
yfir mann dauðan í kirkjugarðinum?
Ég vil nú leyfa mér að skjóta hér fram minni hug-
mynd um það, livernig kirkjugarður framtiðarinnar
ætti að vera.
Frá sáluhliði liggi hreiður gangstígur eftir garðinum
endilöngum, og sé i miðjum garðinum autt svæði, ætlað
fyrir kirkju eða kapellu. Frá aðalgötunni liggi siðan
gangstígir út til heggja handa og mvndi rétt horn við
aðalgötuna, og sé tveggja graflengda hreitl svæði milli
slíga þessara. Umhúnaður allra leiða sé með sama sniði,
lág umgjörð steinsteypt, og séu stafnar umgjörðarinnar
með hurstalagi, stöllóttir eða stuðlaðir þannig, að hæst-
ur sé stuðull á miðjum gafli, en fari siðan lækkandi, svo
að vztu stafnstuðlarnir -séu aðeins lítið eitt hærri en
liliðarnar. Á þann gaflinn, er að gangstíg veit, sé steypt-
ur í stafninn lítill járnkross með áletruðu númeri þess
manns á kirkjugarðsskrá, er þar hvílir. I hverja umgjörð
sé gróðursett eitt tré, og svo þau blóm, sem aðstandend-
ur kjósa sér og vilja halda þar við.
Samkvæmt gildandi lögum leggur rikið lil ókeypis
að setja á hvert leiði, svo fljótt sem við verður komið,
og annaðist kirkjugarðsvörðurinn þann umbúnað, gegn
ákveðnu gjaldi, eða sá maður annar, er það væri falið
með samningi við sóknarnefnd. Önnur minnismerki
ælti ekki að helmila í grafreitum, nema sérstök ástæða
þætti til, enda væri þá skvlt að leggja jafnframt fram
ákveðna fjárhæð í legstaðasjóð til æfinlegs viðhalds
minnismerkisins. Vilji menn sérstaklega viðhalda minn-
ingu látinna vina og heiðra liana, sýnist skynsamlegra að
gjöra þetta á þann liátt, að láta gjöra af þeim vandaðar