Kirkjuritið - 01.06.1937, Qupperneq 22

Kirkjuritið - 01.06.1937, Qupperneq 22
220 Sveinn Víkingur: KirkjuritiS. myndir, er geymist á heimilum nánustu ættmenna, eða stofna um þá minningarsjóði til styrktar þörfum og góð- um málefnum. Slíkt er skynsamleg ræktarsemi við dána vini af vorri liálfu. Hið dýra legsteinafargan innan við læstar járngrindur ætti að lwerfa úr sögunni. Ég hefi, því miður, ekki liaft tök á að afla mér full- nægjandi upplýsinga um kostnað við þann umbúnað legsteina, sem ég liefi lýst hér að framan. Ég hygg, að sá kostnaður muni ekki fara fram úr 05—50 krónum á leiði. Sönm steypumót má nota við öll leiðin, og hag- stæðir samningar ættu að nást um smíði járnkrossanna, j)ar sem þeir væru allir af sömu gerð, og árleg sala svo að segja fyrirfram ákveðin, miðuð við dánartölu og fólksfjölda landsins. Samkvæmt gildandi lögum leggur ríkis til ókeypis trjáplöntur til að prýða kirkjugarða. Með því að gjöra það ákvæði örlítið fyllra ætti að mega fá á þenna hátt tré á hvert leiði. Tillögur mínar um framtíðarskipulag kirkjugarðanna eru í stuttu máli þessar: 1. Að séð verði fyrir hagstæðum lánum til varanlegra og smekklegra girðinga um kirkjugarðana. 2. Að heimilað verði að vinna að slíkum girðingum í atvinnubótavinnu, þar sem jiví verður við komið. 3. Að í öðrum héruðum veiti TÍkið styrk til vandaðra girðinga um kirkjugarðá gégn því, að viðkomandi hreppur leggi þar fram fé á móti. 4. Að framvegis verði umbúnaður allra leiða í kirkju- görðum með einu og sama sniði, og sé skyldugt að veita hverjum, sem greftraður er, j)ann umbúnað. Ég vil svo leyfa mér að beina þessum tillögum til kirkjustjórnar og kirkjuráðs, og allra þeirra, sem áliuga hafa á þessum málum, til athugunar, álits og fram- kvæmda. Gæti kirkjustjórnin fallist á tillögur mínar um einn og sama umbúnað og skreyting allra leiða í framtíðinni,

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.