Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.06.1937, Blaðsíða 26
224 Óskar J. Þorláksson: Kirkjuritið. styrkur kristindómsins liggi í því, að öll kristin kirkjufé- lög hafi kosið Jesú Krist að leiðtoga. Kristnir menn eru því í raun og veru stærsta bræðrafélag mannkynsins, og gætu því komið óendanleg'a miklu til vegar, ef þeim væri þetta sjálfum ljóst. Nú sem stendur eru kristnir menn skiftir í fjölda kirkjufélaga, eins og greinilega sést í Bretlandi. En nú er tími til þess kominn að stíga fyrsta sporið og sameina þau öll og stofna eitt sameiginlegt kirkjufélag, sem kalla mætti: „Kirkju Krists í Bret- landi“. Stanley Jones viðurkennir að vísu hinn sálfræðilega grundvöll, sem skiftingin í ólík kirkjufélög bygg'ist á, og að tillit þurfi að taka til þess við hina allsherjar sam- einingu, og hann hugsar sér, að hin núverandi kirkjufélög verði því deildir í hinni sameiginlegu kirkju, og haldi að mestu sínum séreinkennum, og að sameiningin verði gerð á svo breiðum grundvelli, að allir geti vel við unað. Hann liugsar sér, að í hinni sameinuðu kirkju verði ein yfirstjórn, sem fari með öll sameiginleg mál heild- arinnar. En á hvaða grundvelli á að sameinast? Hver á að vera játninga-grundvöllurinn? St. Jones vill, að það sé jáln- ing Péturs: „Þú ert hinn Smurði, sonur hins lifanda Guðs“. Hvert það kirkjufélag, sem vilji gera þessa játn- ingu eða byggi á henni, geti orðið deild í hinni samein- uðu kirkju. Hún eigi að vera einingarbandið, en að öðru leyti geti deildirnar haldið því, sem þeim sýnist. St. Jones eru augljósir þeir erfiðleikar, sem yrðu á sameiningu, og að máske yrði það erfiðast, að fá hin einstöku kirkjufélög til þess að viðurkenna sérskoðanir sínar sem aukaatriði. Hvaða áhrif liefði þessi sameining, ef hún kæmist á? Hún myndi opna leið til mikilsverðrar samvinnu í kristindómsmálum, hún myndi smám saman þurka út ágreiningsatriðin, sem orðið hafa til þess að einangra kirkjufélögin, en jafnframt veita meira frelsi í því að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.