Kirkjuritið - 01.06.1937, Side 27

Kirkjuritið - 01.06.1937, Side 27
Kirk.juritið. Stanley Jones. 225 varðveita séreinkenni liinna einstöku kirkjudeilda og gera þau að lífgandi straumum fyrir trúarlíf heildar- innar. Sameining hinna brezku kirkjufélaga myndi á ýmsan hátt gjörbreyta stefnu þeirra og starfi. I stað innbyrðis samkeppni kæmi allsherjar samvinna. Hún myndi létta stórum hið fjárhagslega starf hinna einstöku kirkjufé- laga og útiloka þá togstieitu, sem því er oft samfara. I alþjóðamálum, eins og t. d. friðarmálunum, yrði hin sameinaða kirlcja voldugt afl, sem gæti beitt svo áhrif- um sínum, að ekki yrði fram hjá þeim gengið. Þá mvndi kristniboðsstarfið verða auðveldara og þá myndi hverfa sú ringulreið, sem starfsemi hinna einstöku kirkjufélaga skapar í allri trúboðsstarfsemi. Loks myndi eining kirkjufélaganna skapa siðferðilegt fordæmi og verða öflugt áhrifavald í hinum sundraða heimi, sem þrátt fyrir alt þráir samvinnu þjóða og ein- staklinga og allsherjar frið og bræðalag. Nú sem stendur er kirkjan áhrifalaus í þessu efni, þar sem hún er sjálf sundruð og klofin í ótal deildir. Stanley Jones hugsar sér, að kirkjufélögin í Bretlandi gangi á undan i þessari einingar-starfsemi, en hún opni síðan leiðina til allsherjar einingar allra kristinna kirkjufélaga um allan heim. Hann endar orð sín með þessum hvatningarorðum: »Kristnir menn í Bretlandi sameinist! Vér höfum engu að tapa, nema þeim múrum, sem skilja oss að. Hið næsta stóra spor er sameinuð allslierjar kirkja“. Engum blandast hugur um það, að orð hins merka kristniboða eru i tima töluð. Óskar J. Þorláksson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.