Kirkjuritið - 01.06.1937, Page 30

Kirkjuritið - 01.06.1937, Page 30
228 Holger Mosbech: Kirkjuritið. A tímum G. t. var það þegar orðin venja, að maðurinn keypti konu sína. Þannig varð Jakob, eins og kunnugt er, að selja vinnu- þrótt sinn í sjö ár fyrir hvora eiginkvenna sinna, Leu og Rakel. Og slik kaup eru enn i dag algeng hjá Múhamedstrúarmönnum í sveitum Gyðingalands. En þessi venja dregur nokkuð úr fjöl- kvæninu, af því að verðið á konunum er allhátt. Samkvæmt fyrir- mælum Kóransins má Múhamedstrúarmaður eiga fjórar konur i einu, en á Gyðingalandi eru þær sjaldan fleiri en tvær, og veldur þá venjulega það, að fyrri konan er ekki lengur fær um aila vinnu fyrir elli sakir eða sjúkleika, svo að maðurinn bætir hinni við sig. Og ósjaldan mun það koma fyrir, að fyrri konan óski yngri konu til aðstoðar. Arabar verja brúðarkaup fyrir aðfinsluni Evrópumanna með þvi, að það sé þó betra, að maðurinn kaupi konuna en konan manninn með lieimanmundi, eins og eigi sér stað í Evrópu. Evrópumönnum þykir konunni gjörð vansæmd með því, að hafa hana fyrir verzlunarvöru og meta á 20—100 egipzk pund eftir fegurð, atorku o. fl., en Múhamedstrúarkon- urnar eru naumast þeirrar skoðunar. Líka mætti ætla, að þessi verðmunur ylli metingi, en því er lílt til að dreifa. Ég sá i Artas konu eina, sem liafði gifzt siðastliðinn sunnudag og ekki verið virt nema á 40 pund, af þvi að hún var dapureyg eins og Lea forðum. En hún virtist ekki setja það neitt fyrir sig og tók af miklu fjöri þátt i gleðihátíð lagssystur sinnar, sem hafði verið hærra metin. Þegar menn nú höfðu komið sér saman um það, hve mikið Muhammed ætti að greiða fyrir brúði sína, fóru festar fram. Stúlkan gaf fyrst karlmanni í ætt sinni, i viðurvist þriggja vitna, fult umboð til þess að gjöra ýmsar ákvarðanir varðandi sig, og þvi næst hittust fulltrúinn, vitnin og brúðguminn hjá Múham- edstrúarpresti. Brúðguminn spyr þriggja spurninga, eittlivað á þessa leið: 1. Hefir þú fengið mér systur þina fyrir konu? 2. Hefir þú gefið mér systur þína til þess að annast störfin í húsi mínu? 3. Má ég fara með hana eins og ég vil? Spurning- arnar sýna það greinilega, að konan er aðeins álitin vera am- bátt manns síns og persónuleg eign hans — alveg eins og sjá má af G. t. Auðvitað svarar fulltrúi brúðarinnar öllum spurn- ingunum játandi. Þvi næst geta menn látið prestinn lesa 1. blað- síðuna i Kóraninum og verða þá festarnar ekki slitnar. Annars er þessi trúarathöfn ekki nauðsynleg, og sé henni slept, þá má segja upp trúlofuninni. En í þetta sinn var lesið úr Kóraninum. Muhammed var auðsjáanlega fullráðinn í að vilja eiga Södu og borgaði þegar fyrirfram 10 pund af verði hennar. Á næstu mánuðunum var það greitt, sem eftir stóð, og nú

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.