Kirkjuritið - 01.06.1937, Síða 34

Kirkjuritið - 01.06.1937, Síða 34
232 Brúðkaup í Gyðingalandi. KirkjuritiS. Rrúðinni er lyft á bak úlfalclaniim. var hún einnig búin í nágrannahúsi, og skifti hópurinn sér nú þannig, að karlmennirnir söfnuðust inn í annað húsið og uin- hverfis það, en konurnar komu sér fyrir á gólfinu i hinu; var brúðurin auðvitað í þeirra flokki, en ekki mátti hún losna við slæðuna né þennan einkennilega búnað sinn. Kaffi var húið til. það er þjóðardrykkur Austurlandabúa og drukkið við öll tæki- færi. Jaínframt var farið að sjóða veizlumatinn, geitakjöt og hrís- grjón. Daginn áður hafði verið slátrað mörgum geitum og konur unnið að slátrinu og safnað kvistum til eldsneytis. Nú voru gríð- arstórir járnkatlar settir á hlóðir, sem reistar voru af þreinur steinum, eldsneytinu komið þar fyrir og kveikt í. Suðan kom upp i kötlunum smámsaman og kjötið var soðið og hrísgrjónin. Þótt undarlegt sé, fengust karlmennirnir við þessa matseld. Ann- ars annast konur að jafnaði heimilisstörfin. En þetta hefir ef til vill staðið í sambandi við það, að karhnönnunum skyldi fyrst borinn maturinn. Fór það eftir virðingum, hverir fyrstir fengu, voru það öldungar og fyrirmenn og hlutu þeir beztu bitana. Þegar karlmennirnir höfðu matast, var fyrst farið að bera föt með kjötstykkjum og hrísgrjónum upp að kvennahúsinu. Og lík- lega hafa þau verið allmögur, s'em urðu eftir handa fagra kyn- inu. Ég sá einnig tvær konur, sem auðsjáanlega voru óánægðar með skamtana, og komu þær, hvað sem öllum kurteisisvenjuni leið, niður að potti við karimannahúsið og færðu upp úr bita og hurfu svo aftur með þá.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.