Kirkjuritið - 01.06.1937, Síða 35

Kirkjuritið - 01.06.1937, Síða 35
KirkjuritrS. Brúðkaup í Gyðingalandi. Máltíðin fór þannig fram, að menn hópuðust ö—8 kringum hvert fat og fengust ekki aðeins viS kjötbitana meS fingurgóm- unum, heldur einnig við hrísgrjónin. FegurSarsjón var þetta vissulega ekki á Evrópumælikvarða. Um miðaftan var kvenna- máltíðinni einnig iokið, og fóru konurnar þá að dansa og mun þeim dönsum hafa svipað til dansleika hjá oss, en ég sá þá ekki, af því að þeir fóru fram í húsi kvennanna, þangað sem enginn karlmaður mátti koma. Þar fór einnig fram síðasti þáttur brúð- kaupssiðanna. Hann hefst með þvi, að máltíð er borin brúðhjón- unum einum; ])vínæst lyftir brúðguminn slæðu brúðarinnar með sverði — ef sverð er fúanlegt — og að lokum fara allar kon- urnar út og láta hrúðhjónin ein eftir. Enn krefst tízkan ])ess, að ungu hjónin megi eiga ein heima i húsinu í vikutíma, þótt það sé oft erfiðleikum bundið. Urðu nú foreldrar hrúðgumans og tveir kvæntir bræður hans að setjast að annarsstaðar með fjölskyldum sínum. En menn sætta sig við þessi óþægindi, ef fjölskyldan fær aðeins að dvelja saman. Því að bændafólkinu í Austurlöndum þykir það kostur, sem veldur eymd og vesaldómi í stórborgum Evrópu, að margar fjölskyldur hópist saman í eina íbúð. Hugsjónin er sú frá fornu fari, eins og sjá má í G. t., að ættin eigi eignina í félagi, hafi sameiginlegt húshald eftir því sem ástæður leyfi og dvelji i sama liúsi. Auð- vitað kemur það fyrir, að ung hjón slofna sjálfstætt heimiii út af fyrir sig, en slikt er venjulega talið nýmóðins kenjar. Ég hafði gjört mér vonir um það, að einn liður í brúðkaups- siðunum yrði víxlsöngur til brúðar og brúðguma og' þeim sungið lof sem kongi og drotningu eða liirði og hjarðmey, eins og Ljóða- Ijóðin benda til. En þess varð ekki vart á þessum slóðum. í ýmsu öðru aftur á móti vörpuðu brúðkaupssiðirnir ljósi yfir aldarhátt- inn á ísraels dögum til forna og sýndu, hvernig venjurnar eru enn hinar sömu á Gyðingalandi eins og á tímum Biblíunnar. Holger Mosbech.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.