Kirkjuritið - 01.06.1937, Page 37
Kirkjuritið.
Nýjar kirkjur.
235
Ameríku, þar sem algengt er að kirkjukjallararnir séu notaðir fyr-
ir skólastofur eða samkomusali. Og i kirkjunum eða í sambandi
við þær eru iðulega skrifstofur fyrir ýms menningarmál, líknarfé-
lög, fátækralijálp, barnavernd o. s. frv. Þannig er t. d. háttað
um hina miklu og fögru Riverside kirkju í New-York, sem er 22
hæðir, og eitt hið veglegasta Guðs musteri í víðri veröld. í henni
eru fjölda margar skrifstofur, sem annast ýms mannfélagsmál, og
er hugsunin vitanlega sú, að í þessu sé engu síður guðsþjónusta
fólgin en samkomum safnaðarins á sunnudögum.
Hvað snertir samslcotin til Hallgrímskirkju, þá held ég, að það
sé alveg misskilningur hjá höfundi, að þau verði nokkuð til taf-
ar byggingu sjúkraliúsa. Þetta er peningur gefinn fram af fúsum
vilja i minningu hins vinsæla trúarskálds. Og hvi skyldi mönn-
um ekki vera slík framlög frjáls, þeim er Hallgrími unna, án
þess að séð verði eftir því?
Enginn kirkjunnar manna mundi neita þeirri miklu og brýnu
nauðsyn, sem er á byggingu sjúkrahúsa, enda hefir þjóðin á
■síðari árum varið allmiklu fé til slíkra bygginga, og munu sjúkra-
húsbyggingarnar yfirleitt vera bæði stærri og dýrari byggingar
en kirkjurnar, og meira fé vera varið til þeirra árlega en kirkn-
anna, enda þótt hlutfallið virðist hafa snúist við í ímyndun hins
heiðraða höfundar. Ég veit ekki betur, en að kirkjunnar menn
hafi fremur stutt að þessum málefnum en lagt stein í götu þeirra,
og finst þessvegna ástæðulaust af höf. að setja þetta tvent fram
eins og ósamrýmanlegar andstæður. Hitt verður höf. að skilja, að
það er blátt áfram trúaratriði og fer eftir lifsskoðun hvers og
eins, hvort hann telur meiri þörf á að lækna líkamann eða sálina.
Þótt hr. læknaneminn hallist skiljanlega að fyrri skoðuninni, má
það vel vera ámælislaust af hans hálfu, þótt einhverir prestar
kunni þá á sama hátt að láta sér verða meir umhugað um það,
sem er i þeirra verlcahring, að hugsa um sjúkdóm og vandamál
sálarinnar.
Sjálfur lít ég svo á, að hvorttveggja þetta sé jafnnauðsynjegt
til að tryggja hamingju og velferð mannfélagsins. Ég lít svo á,
að vér megum vel byggja eina kirkju yfir alla vora menningarvið-
leitni, baráttu fyrir líkamlegri og andlegri heilbrigði og farsæld
eina kirkju, sem skilur, að líkamlegar og andlegar þarfir þurfa
ekki að vera neinar andstæður, heldur eru slungnar saman óleys-
anlegum þáttum, og verkefni vort er, að finna í bróðerni lausn
þeirra beggja á sem fegurstan og fullkomnastan hátt.
Benjamín Kristjánsson.