Kirkjuritið - 01.06.1937, Qupperneq 41
Kirkjuritið.
Erlendar fréttir.
239
og Kultur“ og aukið hróður hans um öll Norðurlönd. Hann hefir
einnig getið sér ágætan orðstír fyrir biskupsstarf sitt á Háloga-
landi á undanförnum árum, sérstaklega er viðbrugðið sálgæzlu
hans og hvílikan styrk og traust prestarnir í biskupsdæmi hans
hafi átt lijá honum. Þess má vænta af honum, að hann beri giftu
til að stjórna vel málum norsku kirkjunnar, svo að horfi til meiri
einingar með þeim, sem Kristi vilja vinna, enda þótt sitthvað beri
á milli í skoðunum. Oslóarbiskupinn nýi hefir glöggvan skilning
á því, að þegar lifið sjálft knýr á, og fræið fer að skjóta frjó-
öngum, þá varðar minna um hýðið.
Tímamót í Palestínu.
Síðan Gyðingar tóku aftur að streyma i liópum til Palestínu,
hafa öðru hvoru orðið blóðugir árekstrar milli þeirra og Araba
búsettra í landinu. Þykir Aröbum það hart, að Gyðingum skuli
haldast uppi að kaupa sífelt meiri og meiri jarðeignir í landinu,
sem þeir hafa yfirgefið fyrir ianga löngu, en Arabar átt heima
i síðustu 13 aldirnar. Þeir kenna Englendingum um, að þeir
vilji með ólögum eyða landi þeirra. Skæðust urðu upphlaup
Araba síðastliðið sumar og ullu þau miklu tjóni. En i október-
mánuði stöðvuðust þau og konungskipuð nefnd kom frá Eng-
landi, til þess að kynna sér ailar aðstæður og semja því næst
álit og tiilögur um það, sem gjöra skuli.
Nefndin hefir nú ferðast um og hlýtt á málaflutning heggja
aðilja, Gyðinga og Araba.
Gyðingar fara fram á það, að Englendingar sýni af sér meiri
festu og röggsemi og taki þá hiklaust i vernd sína gegn árásum
Araba. Þeir óska þess að fá að flytja örar inn, þvi að það sam-
rýmist vel batnandi þjóðarhag. Útmælingu landsins til þeirra
miði alt of hægt, og muni taka heila öld með sama áframhaldi,
ennfremur bresti mjög á það, að framræslur, áveitur o. fl. séu í
viðunandi lagi. Ólöglegan flutning Araba úr nágrannalöndunum
verði að hefta. Hebreskan þurfi alstaðar að verða viðurkent
mál og landið nefnast sinu rétta nafni Erez lsrael (land ísraels),
en ekki E. I., eins og Englendingar stytti það.
Arabar kvarta aftur á móti einkum yfir því, hve mikinn hluta
af landinu Gyðingar séu búnir að eignast, þeir eigi meira en
helming af öllu hezta landinu, Saronsléttuna við liafið og Emek-
sléttuna milli Karmelfjalls og Jórdanar, en sjálfir flosni þeir upp
og leiti til bæjanna, þar sem örhirgð og skortur bíði þeirra. Þeir
krefjasl þess, að bannað verði með lögum að selja Gyðingum
jarðir og skorður verði reistar við yfirgangi þeirra. Þeir telja
Palestínu sitt land og mótmæla harðlega, að útvarpið skuli