Kirkjuritið - 01.01.1938, Side 11

Kirkjuritið - 01.01.1938, Side 11
Kirkjuritið. Áramótahugleiðing. 5 „Jarðneski andi, livað er vor heimur? í ómælisdjúpi, ein brothætt skel. Þar sker oss í augu sólna sveimur, með sigur viljans og ódauðlegt þel. Alheimsins mál er hörpuhreimur, sem hjörtu nema og skilja vel. Maður, iivers virði er moldar seimur, móti þvi einu sigrir þú hel?“ Mannkynssagan mun ekki gela vor fvrir það, sem vér liöfðum gert á liðna árinu. Því að iivers virði erum vér i augum heimsins gagnvart þeim stórviðburðum, sem gerst hafa. En á þig er engu að síður horft vakandi augum, þó að þú vekir ekki á þér athygli heimsins. Iðrist þú synda þinna, öðlist þú trú og eignist þú afturhvarf, þá er það fyrir mestu. Það mun strax verða opinbert á himnum, og þar mun verða mikill fögnuður, því að þar eru hlut- irnir mældir á annan mælikvarða en hér. Og' það sem oss hér vex mest í augum, það mun margt verða smátt hjá hinum eilífu verðmætum. Og það sem oss finst af- ar lítilfjörlegt, svo að vér jafnvel ekki metuni það neins, það mun geta liafl mikið gildi fyrir sálarlieill vora, þeg- ar hinumegin kennir. Vinir mínir! Vér vitum, að liverju vér eigum að keppa — að það er til fullkomnunar til ljóssins og Iífsins. Og er vér nú göngum inn i hið nýbyrjaða ár, eig- um vér að gera það með þeirri bæn, að oss takist ávalt, með hverjum deginum, sem vér fáum lifað, að komast nær þessu marki. Þetta á oss að geta tekisl með hjálp lians, sem kom í heiminn að frelsa oss synduga menn — og gerði ])að ai einskærum kærleika. Það er einmitt hann, sem einn er fær um að blása kærleika sínum i lijörtu vor. Og ])að er kærleikurinn, sem gerir oss fær um að standa við ásetning vorn. Það er kærleikurinn, sem er fær um að umskapa fátæklegt umhverfi vort og

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.