Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1938, Qupperneq 20

Kirkjuritið - 01.01.1938, Qupperneq 20
14 Regin Prenter: .Tanúar. Danmörku. Yér liöfum orðið að vakna til skilnings á þvi, að vér erum einn hluti álfunnar og að það getur orðið oss erfiðara á komandi tímum en nú er það. Þannig er þá starfssvið kirkjunnar. Annarsvegar er þjóðin klofin sundur. Hinsvegar ógnar henni allri sama liættan og hvetur til samtaka. Þegar svo horfir, verður tækifærið, sem kirkjunni gefst, og hlutverk hennar ef til vill enn meira en nokk- uru sinni fyr. Það má jafnvel taka svo djúpt í árinni að segja: Ef hún hregst þessu hlutverki, þá er þjóðin dauða- dæmd. Kirkjan ein getur sameinað, kirkjan ein hefir þann boðskap að flytja, er getur veitt hugrekki og þrótt til þess að stríða og líða á þrautatímum. Kreppan hjá oss er ekki aðeins fjárhagsleg og stjórnarfarsleg, heldur einnig andleg. Því aðeins að danska þjóðin í heild sinni öðlist trúna á Guð og viljann til þess að bera hyrðar og færa fórnir, mun henni hvergi lirapa heill á kom- andi tímum. Kirkjunni stendur nú til boða tækifærið mikla — hversu ókleift hlutverk, sem það kann ella að virðast — að leiða þessa þjóð til trúar á Krist, nú er flestir virðast snúa við honum baki. II. Barátta dönsku kirkjunnar fyrir skilningi á sjálfri sér verðum vér einnig að athuga til þess að sjá, hvaða færi kirkjan í Danmörku eigi nú á því að fá þjóðina á sitt mál. Þessu stríði verð ég að lýsa mjög alment og mun liætt við því, að persónulegs sjónarmiðs sjálfs mín gæti um of. Fyrir mér, mjög ungum manni, er mest um það vert, sem gerisl á þessum árum i guðfræðinni og prédik- unarstarfinu. Stendur það í sambandi við hinn nýja skilning á siðabótinni, sem vér höfum öðlast fyrir áhrif- in frá þýzku játningakirkjunni og guðfræði Karls Barths. Hér er um að ræða nýjan skilning hjá kirkjunni á hlut- verki sjálfrar sín. Ég get ef til vill orðað þetta þannig: A fyrsta fjórðungi þessarar aldar virtist kirkjuleiðtog-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.