Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1938, Qupperneq 24

Kirkjuritið - 01.01.1938, Qupperneq 24
18 Regin Prenter: Janúar. Randersamti er það ekki sjaldgæft, að lögreglan verði að skerast í leikinn .... Og á eftir fer æskulýðurinn með liáreysti og hrópum um göturnar". Sjálfur er ég prestur í Randersamti og get vottað af eigin raun, að þessi lýsing er rétt. Það er hægur vandi að skannna æskulýð- inn, en því má ekki gleyma, hver er undirrótin að þess- um vanþroska. Hún er sú, að sveitaheimilin bregðast skyldum sínum við æskuna. Þetta má presturinn ekki iiorfa svo á, að hann haldi að sér höndum. Hann verður að gjöra alt, sem í lians valdi stendur, til þess að hjálpa unga fólkinu til að lifa hetra og hollara æskulífi. Til þess eru ágætlega fallnar æskulýðssamkomur á prestssetrinu, enda eru þær almennar. Það er miklu betra, að unga fólkið komi saman á heimili prestsins og fari að kunna vel við sig þar, heldur en að presturinn fái það á fund i einhverju leiðinlegu samkomuhúsi. Og prestsseturshús- in dönsku eru nógu stór til þessa. Á æskulýðssamkom- unum hjá mér eru oft um 50—60, og ágætlega rúmt um þá. Fyrst er sungið töluvert — söngurinn er yfirleitt í liá- vegum hafður — þá er flutt ræða, oft um eitthvert ahnent mál, en þó æfinlega þannig, að kristindómurinn sé i haksýn. Síðan er kaffidrjdvkja. Ivvöldbænir að skilnaði. Slíkar æskulýðssamkomur eru vel sóttar nálega um land alt, og sést á því, að unga fóllcið i sveitunum er engan veginn á móti kirkjunni. í allmörgum sóknum annast kristilegur ungmennafélagsskapur æskulýðsstarfið, ann- aðhvort K. F. U. M. og K. eða æskufélag Grundtvigssinna. En þrátt fyrir það eru prestssetursmótin ekki óþörf. Það er svo um K. F. U. M. og K. i sveilunum alveg' undan- tekningarlaust, að þau fá aðeins til sín unga fólkið frá Innratrúboðs-heimilunum. Og æskulýðsfélög Grundtvigs- sinna liafa inörg vikið frá upphaflegu markmiði sínu og orðið að skemtifélögum. í minni sókn er æskulýðsfélag Grundtvigssinna, og lætur það flytja tvö erindi og tvær guðsþjónustur á hverjum vetri. Ég nefndi æskulýðsguðs- þjónustur. Ef ekki eru ungmennafélög, sem sjá um þær,

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.