Kirkjuritið - 01.01.1938, Side 27

Kirkjuritið - 01.01.1938, Side 27
Kirkjuritið. Danska kirkjan nú á dögum. 21 manna. í borgunum er æskulýðsstarfið nálega eingöngu í höndum æskulýðsfélaganna, og eru K. F. U. M. og K. helzt þeirra. Hið sama gildir einnig um nálega alla aðra trúboðsstarfsemi, sem rekin er af stofnunum, sem leik- menn vinna við. Oft mynda leikmenn í sömu sókn með sér félag og lialda sérstakar samkomur. Þessi sérstöku safnaðarfélög hafa einnig að vissu leyti sína g'alla, en engu að síður er leikmannastarfið ómissandi. Ég ætla ekki að fara að telja upp allar stofnanirnar og starfs- greinarnar í kirkjulífi borganna. Ég ætla aðeins að nefna liinar helztu: Kirknafélag Kaupmannahafnar, sem á 50 árum liefir hygt fyrir frjálst samskotafé 50 kirkjur í Kaupmannahöfn. Líknarfélög safnaðanna — krossher kirkjunnar. Safnaðarharnagarðana, sem vinna mjög mikilsvert og þarft kirkjustarf. Bihlíulesflokka verka- manna, sem eru nýjar stofnanir í kirkjulífi borganna. Starfið fyrir atvinnulausa menn, sem K. F. U. M. innir af höndum. Á það verður einnig að drepa, að nokkurar styrkustu stöðvar Ytra-trúhoðsins og Innra-trúboðsins eru í horgunum. Þá ber einnig að nefna starfsgreinar eins og sjómannalrúhoðið bæði inn á við og út á við og starfið fyrir dönsku kirkjuna í öðrum löndum. En hér skal staðar numið. Það sem mestu varðar er að skilja nauðsynina á samstarfinu milli presta og leikmanna. Það stuðlar einnig mjög að því í borgarsöfnuðum að efla frið mdli trúarstefnanna og varna tjóni. Að vísu er mikill 'duti af kirkjulega leikmannsstarfinu unnin af mönn- um, sem hallast að Innra-trúboðinu. En það Innra- trúboð er mjög kirkjulegt og stórum víðsýnna og sam- vmnuþýðara en stefna Innra-trúboðsins er víða til sveit- anna. Svo mikið er óhætt að segja, að voldugt starf eigi ser a. m. k. stað í kirkjulífi Kaupmannahafnar. í smærri borgunum er starfið oft allfrábrugðið þessu og kveður ekki ávalt jafnmikið að leikmannastarfinu. Áf þvi, sem ég hefi sagt, verður það ljóst, að mikill munur er á kirkjulega starfinu í borgum og í sveitum. Og

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.