Kirkjuritið - 01.01.1938, Page 34

Kirkjuritið - 01.01.1938, Page 34
28 Ásmundur Guðmundsson: Janúar. en engum yrði þrýst þangað inn af stjórnmálaástæðum. Til verndar deildinni var eitt ráð, samkeppnispróf, er skæri úr um kennarahæfileika umsækjendanna. Og það tókum við, enda þótti okkur ólíklegt, að kenslumálaráð- herra myndi hafa það að engu, og brjóta þannig reglur og velsæmi, sem síðar varð raun á. Engar dulur skulu dregnar á það, að þegar okkur voru birt nöfn umsækjenda, þá virtist okkur séra Sig- urður Einarsson þeirra langsíztur. Að vísu hafði hann vakið athygli á sér með skrifum sínum eftir það er hann lét af prestsskap, en þau skrif voru ekki þannig, að hann þætti líklegur til þess að gjörast kennari prestaefna landsins í trúfræði og siðfræði. Mátti jafnvel með nokk- urum rökum segja, að hann ætti ekki undir neinum kringumstæðum að koma til greina við veitingu dósents- emhættisins og því ekki heldur taka þátt í keppni um það. En nú kom hann mjög til greina hjá þeim, sem hafði hið formlega veitingavakl og var trúandi til að beita því án tillits til vilja eða þarfar guðfræðisdeildar. Færi svo, að séra Sigurður bæri sigur úr býtum við sam- kepnisprófið, væri þó stórum betra að fá liann þannig að Háskólanum, að höldnum settum reglum og með við- urkenningu fyrir fræðistarf. Þegar dæmt var um úrlausnir kepp- endanna, miðaðist dómurinn að sjálf- sögðu eingöngu við þær, eins og þær lágu fjrrir. Ekkert annað átti né rnátti koma til greina. Hefði dómnefndinni virzt úrlausnir séra Sigurðar beztar, hefði hún liiklaust lýst yfir sigri hans. Það var þá ótvíræð skylda hennar, hvað sem álili liennar á honum kynni að liða að öðru leyti. Og þá hefðu dómnefndarmennirnir verið góðir í augum kenslumálaráðherra og hann ekki stefnt dómsúrskurðinum utan, sér og landi sínu til lít- illar sæmdar. En nú háru úrlausnir séra Björns Magnús- sonar langt af úrlausnum séra Sigurðar. Því varð dómur dómnefndar sá, sem hann var. Dómur dómnefndar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.