Kirkjuritið - 01.01.1938, Side 37

Kirkjuritið - 01.01.1938, Side 37
Kirkjuritið. Þjóðin og kirkjan. 31 Kristinn Konvmún ismi. únistum rangláta og ósanngjarna dóma. Kommúnistar aftur á móti þurfa að skilja það, að i starfi kirkjunnar eru tveir þættir saman slungnir. Annar er frá mönnum, og þar blasa við mannlegir ófullkomleikar eins og hvar- vetna í mannlífinu. En hinn er að ofan, frá Guði. Og þar gefur að líta þroska, fegurð, hreinleika og kærleika, sem hvergi birtist í slíkum Ijóma annarsstaðar hér á jörð. Þar er Kristur sjálfur, Kristslífið i mannssálunum. Af traustinu til Krists á að leiða það, að trúað sé á Guð og andlegan heim, sem liann boðaði. Það er ekki guðlejrsi, heldur guðstrú, sem er aflvaki bróðurkærleik- ans er einn megnar að skifta jarðargæðunum rétt. Þegar lifað er eftir þessum tveimur orðum: „Faðir vor“ 1 þeim anda, sem Jesús bar þau fram, þá leiðir af því gjörbreyting og bylting í heiminum, þannig að engum verður stjakað frá nægtabrunnum lífsins. Svo framar- lega sem Kommúnistahreyfingin auðgast að skilningi á bví, þá mun að sama skapi hlotnast heill og blessun af starfi bennar. Vilji Kommúnistar skipa sér undir merki Krists, þá mun þeim sífelt verða ljósara og ljósara, að hjóðskipulag réttlætis og kærleika verður aðeins reisl með fulltingi réttlætis og kærleika, en ekki með vopnum, sem þeim eru gagnstæð. Því að, eins og Kristur kendi, verða ekki uppskorin vinber af þyrnum né fíkjur af lústlum. Þá munu renna upp betri tímar. Og þá mun leiðin greið til samvinnu við alla heila og sanna menn kirkjunnar að sérliverju mannúðarstarfi og menningar. Kða réttara sagt: Þá eru hvorirtveggja innan vebanda kirkjunnar. Á. G.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.