Kirkjuritið - 01.02.1938, Page 4

Kirkjuritið - 01.02.1938, Page 4
Febnííir. FULLNAÐARPRÓFSBÖRN KVÖDD. BROT. „Ein saga er geymd og er minningamerk“, saga í æfiníýraformi, sem beztn þættirnir í þjóðarsálinni hafa skapað og snillingshendur fært i letur. Hún er um góðu konuna hjartaprúðu og kærleiksríku, — mömmu og ömmu og langömmu heztu íslendinganna, og for- móður ykkar. Heim að hennar lága og fátæka hæ kom eitt sinn töturlega búin og þreytt förukona og haðst ásjár. Ivonan góða tók henni opnum örmum, og með kærleiks- ríku viðmóti lét liún liana finna það, að liún ætti þar örugt athvarf og skjól. Um laun var ekki spurt, enda virtist hin umkomulausa förukona ekki líkleg' þess, að geta borgað fvrir sig. En tötrar hennar voru aðeins gerfi, er hún hirtist i, því að sjálf var liún hollvættur, sem revna vildi maim- dygð og manndáð mannheima. Og er hún hvarf á braut frá konunni góðu, dró hún fingurgull á hönd henni, sem þakklætis og viðurkenningarvott fyrir auðsýnda misk- unn, er hirti göfuga sál og lireint hjarta, og lét svo um mælt, að á meðan gull þetta væri í ættinni og borið af éínhverjum meðlim hennar, skyldi hamingjan fylgja henni, en víkja á braut, ef því væri fargað af skevtingar- Ievsi og léttúð eða vegna hagsmunavonar. —• Svo liðu ár og aldir. Ættargullið góða, verndar- gripurinn dýrmæti, sem göfug formóðir hafði áunnið ættinni vegna mannkosta sinna, var stöðugt borið af ein- hverjum meðlim ættarinnar, og hamingjan liélt verndar- hendi sinni jdir ættinni allri, svo að hin illu öfl megnuðu ekki að gera henni tjón, á meðan svo gekk. — En svo

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.