Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 41
Kirkjuritið. Erlendar fréttir. 79 Nokkuru sunnar í landinu, ekki æði langt frá Hankow, hefir Xorska kristniboðsfélagiff mikið starf; þó er það félag þektast fyrir trúboð sitt á Madagaskar. — í ráði er, að Jóhann Hannes- son fari á þess vegum til Kína. — K. F. U. M. og K. í Noregi hefir stutt nokkura kristniboða til starfs í trúboðsumdæmi þess. Og Kristniboðssamband kenslukvenna launar nokkura kventrúboða i þremur stærstu kristniboðsfélögunum norsku. Norskir landnemar í Ameríku höfðu fengið úhuga fyrir kristni- hoði að erfðum frá ættlandinu. Fégjafir sínar sendu þeir fyrst uni sinn til styrktar norsku kristniboði, á Madagaskar einkan- •ega, en mynduðu síðar mörg kristniboðsfélög sjálfir. Norska kirkjufélagið i Ameriku hefir mikið trúboð í Afriku. Kn i Kina styður það 53 kristniboða til starfs og starfrækir tvö sjúkrahús. Safnaðarmeðlimir þess eru á sjötta þúsund. Sænska trúboðssambandið sendi ,sína fyrstu kristniboða til Kína um líkt leyti og Kínatrúboðssambandið norska. eða litlu síðar. Tveir fyrstu kristniboðar þess voru myrtir; en alls hafa niargir tugir skandinaviskra kristniboða beðið píslarvættisdauða j Kina. Aldamótaárið, þegar ofsóknirnar voru mestar, létu 40 sænskir kristniboðar líf sitt og 16 börn þeirra. — Kristniboð- nr Sambandsins eru nú 30, en innbornir trúboðar þess 112. Ki'istniboðsfélag sænsku kirkjunnar, (Svenska Kyrkans Mis- sion), var stofnað 1874, einmitt það úrið er fyrsta tilraunin var gerð til þess að mynda íslenzkt kristniboðsfélag. En ekki sendi það kristniboða til Kína fyr en eftir heimsstyrjöldina. Tvö sænsk kirkjufélög í Ameríku reka mikið kristniboð i Mið-Kína; hafa þau til samans yfir 60 kristniboða og um 4 húsundir safnaðarmeðlima. Félög þessi beita „Augustana kirkju- telagið“ og „Evangeliska trúboðssambandið“. Einska kristniboðssambandið, stofnað 1850, byrjaði ekki starf i Kína fyr en eftir aldamótin síðustu. Kristniboðar þess eru 24 í Mið-Kína. Danska kristniboðsfélagið sendi fyrstu trúboðana til Mið-Kína l*m sama leyti og Kínatrúboðssambandið, en þeir hurfu brált heim aftur sakir veikinda. Það ráð var þá tekið að senda heldur l<ristniboða til Mansjúriu; þar er veðrátta kaldari og sjúkdóms- hættur minni. En ekki hafa dönsku kristniboðarnir þar farið var- hluta af erfiðleikum og hættum trúboðsstarfsins fremur en starfs- hrseður þeirra í Kína. T. d. voru þar miklar ofsóknir um alda- niotin. Og um tíma lögðu llússar bann við útbreiðslu evangel- iskrar trúar þar nyrðra. Ræningja óeirðir hafa verið þar miklar. hitt árið geisaði kólera, og loks náðu erfiðleikarnir hámarki sínu í stríðinu milli Rússa og Japana 1904—5.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.