Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 31
Kirkjuritið. H. E. Fosdick og hætta kirkjunnar. 69 ar burt frá augum mínum, látið af að gera ilt. Lærið gott að gera, leitið þess sem rétt er; hjálpið þeim, sem fyrir ofríki verður, rekið réttar hins munaðarlausa og verjið málefni ekkjunnar", þá var þar trú, sem gekk á undan. Þannig hefir það æfinlega verið, að hin kerfis- nundna trú verður á eftir hinum heztu samvizkum sam- tíðarinnar, en hin spámannlega trú, boðuð af mönnum eins og Amos, Míka, Jesaja og Jeremía, á dögum Gamla testamentisins, og Kristi á dögum Nýja testamentisins, hefir æfinlega verið brautrjrðjandi alls siðgæðis. >,Hvað eftir annað i sögu mannkynsins hefir hin spá- uiannlega trú gengið langt á undan hinni siðgæðislegu meðvitund fólksins, komið auga á og boðað mikilvægan sannleika, sem byltingum og umbótum liefir valdið, og gengið á undan sem eldstólpi, en siðgæðið komið haltr- audi á eftir. Þegar spámaðurinn sagði: „Þær (þjóðirnar) utunu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr sPjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annari Þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar“, þá var trú hans langt á undan hinum beztu samvizkum kynslóðarinnar og langt á undan því, sem mönnum hafði hl hugar komið. Hin kerfisbundna trú var á þessum hnia í sátt við hernað þjóðarinnar, en hin spámannlega trú var þegar á 8. öld fyrir Krists burð þetta á undan tinianum ....“ Þannig farast dr. Fosdick orð um þessi vandamál, og hann endar ræðu sína eitthvað á þessa leið: „Hvar helzt sem Kristur fer, þá gengur liann á undan sem friðar- höfðingi gegn stríðum og býður mönnum að sliðra sverð Sln- Hann boðar einingu allra þjóða, gegn sjálfsmorðssýki lúóðernis-brjálæðis, hræðralag allra manna gegn skelfing- um kynþáttaliatursins, frelsi gegn fasisma, jafnrétti ullra manna gegn núverandi rangsleitni, og fórnfýsi §egn ágirnd og okri. — Stefna Krists verður ekki unsskilin í þessum efnum, og hans menn viljum vér vera. Það er því áskorun mín til minnar eigin samvizku

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.