Kirkjuritið - 01.02.1938, Page 22

Kirkjuritið - 01.02.1938, Page 22
60 B. K.: Um útburð barna í fornöld Febrúar. þess, ef þeim liefir tekist að ala upp börn sín og gera úr þeim góða og' nýta menn, þótt þau bafi mikið á sig lagt. í hinni ungu kynslóð bíður von framtíðarinnar. Þessvegna blessaði Kristur ungbörnin. Þessvegna heldur kristin kirkja fæðingarhátíð hans sem barnahátíð, og blessar og þakkar þann anda mildi og mannúðar og fórnfýsi, er hann vakti í sál og samvizku mannkynsins. Benjamín Kristjánsson. DÓMUR S JÁL ANDSBISKUPS UM OXFORD-HREYFINGUNA. Nýlega birtist i dönsku blaði viðtal við Fuglsang-Damgaard Sjálaiidsbiskup um Oxford-hreyfinguna. Honum farast m. a. þannig orð: „Menn segja ósjaldan, að þetta sé ekki annað en siðgæðis- hreyfing; en þó svo væri, þá væri hún engu að siður ómetan- lega mikils virði. Vér þráum siðbót og höfum ekki ráð á því að hafna neinni hjálp. Kristilegt siðgæði lieyrir einnig krist- indóminum til og er einn meginþáttur hans .... Leiðirnar til kristindóms eru margar; sumum er kallið á siðbót upphaf vegarins, kallið að segja skilið við lestina, leynda og opinbera .... kallið að lifa nýju samlífi og heimilislífi .... kallið að stríða við öll niðurrifsöfl rotnunarinnar hjá sjálfum sér og öðrum, á láði og i lundu. Að þessu vill Oxfordhreyfingin vinna. Nokkurir hafa ef til vill látið staðar numið við þetta. En það er gleðilegt, að þeir eru komnir inn á þessa braut, og hún liggur áfram. Það fer oss öllum svo, sem hreyfingin hefir veitt nýtt líf, að vér göngum kirkjunni á hönd. Ég segi við hreyfinguna með öllum þeim sannfæringarþrótti, sem ég á til: Söfnumst saman um Krist og kross hans. Kærleik- urinn fellur aldrei úr gildi. Kærleiki Krists opnar leiðir hvar- vetna. Kærleiki Krists byrgir aldrei sjálfan sig inni, heldur brýzt út til þess að verða ljós heimsins og salt jarðarinnar .... Svo fer og öllum kristnum mönnum“.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.