Kirkjuritið - 01.02.1938, Side 34

Kirkjuritið - 01.02.1938, Side 34
72 Islenzk rit. Febrúar. Þér heilsa vinir, fagnar fljóð. Syng kveðjusöng! Þar bíða pabba börnin góð. Syng kveðjusöng! Þín aldrei fyr á lífsins leið Syng kveðjusöng! slík gleði’ að leiðarlokum beið. Syng kveðjusöng! Vald. V. Snævarr þýddi. ÍSLENZK RIT send til umsagnar. Uertrand Russell: Uppeldið. íslenzk þýðing eftir Ármann Hall- dórsson. Útgefandi Ólafur Erlingsson. 1937. Bók þessi, sem fjallar um höfuðviðfangsefni liverrar kynslóð- ar, er mjög fjörlega og skemtilega skrifuð. Hún er að visu ekki heppileg kenslubók i uppeldisfræði; til þess eru málalengingar i henni of miklar og helzt til margir útúrdúrar. En hver, sem les hana, hefir engu að síður mikil not og ánægju af lestrinum. Sérstaklega munu foreldrar telja sér allmikils virði að kynnast henni og meta kost á henni dæmin mörgu, sem í henni eru. Efn- inu er skift í þrjá höfuðþætti: Uppeldishugsjónir. Uppeldi skap- gerðarinnar. Uppeldi vitsmunalífsins. Og eru síðari þættirnir veigameiri. Sízt verður það sagt um höfundinn, að hann sjái ekki skóginn fyrir tómuni trjám. Heldur má með nokkurum sanni finna það að bók hans, að hann sjái ekki trén fyrir skóginum. En hvað um það. Að lienni er fengur, og hún bæði þýðanda og útgefanda til sóma. Elinborg Lárusdóttir: Gróður. Reykjavík 1937. Félagsprent- smiðjann. Sjö sögur eru í bókinni: Bláu skórnir. Mitt eða þitt. Ský. Or dagbók búðarstúlkunnar. Feigð. Ástríður. Gróður. Hin síð-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.