Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 11
Kirkjuritið. Um útburð barna í fornöld. 49 um Aristótelesar og Platóns er gerð tilraun til að sýna fram má, að útburður barna sé nauðsynleg varúðarráð- stöfuri, til að tryggja hamingju þjóðfélaganna, bæði vegna þess, að þannig sé hægt að losna við óburði og vanskapninga, sömuleiðis koma í veg fyrir of mikla fólksfjölgun og þar af leiðandi atvinnuleysi, í þriðja lagi er litið á þetla sem varúðarráðstöfun fátækra manna, sem annars mundu lenda í kröggum og váridræðum vegna of stórrar fjölskyldu. Fóstureyðingar og ungbarna- tlráp þótti því ekki annað en sjálfsagður hlutur og verð- ur ekki séð, að það þætti á nokkurn hátt samvizkusök að deyða afkvæmi sín. Svo var yfirleitt litið á', að for- eldrarnir og þó einkum faðirinn réði yfir afkvæmi sínu ems og hverri annari eign, og átti þá um leið vald á lífi þeirra og dauða. Að láta deyða börnin annaðhvort i nioðurkviði eða nýfædd, gat hann því gert, ef honum bauð svo við að horfa og taldi nauðsynlegt hag heimil- isins. — Stundum réði þá eins og nú hégómaskapur eða serhlífni og sjálfselska mæðranna, er óttuðust, að tapa fegurð og yndisþokka við of miklar barneignir, en sú astæða mun þó einkum liafa verið tekin til greina meðal þeirra stétta þjóðfélagsins, sem betiir voru stæðar efna- lega. Fyrir fátæklingunum réðu aðallega efnahagslegar aslæður. En það sýnir, hversu alveg er óvíst um, að sið- gæðistilfinningin fari vaxandi með vaxandi vitsmunum, að þessi glæpur, sem skynlausar skepnur gera sig naum- ast sekar um og eðlishvötin virðist aridmæla svo ákveðið, virðist hafa verið framinn með köldu blóði i hinni grísk- roinversku menningu. Að vísu tala ýmsir rithöf. Róm- verja um þetta hvortlveggja heldur með vanþóknun. En þó er auðséð, að sökin þykir naumast stórvægileg. Mannslífið var ekki dýrt metið. Og þá allra sízt líf harna, sem vart eða aðeins höfðu séð dagsins ljós, en voru von- arperiingur að öðru leyti. Fyrir sársaukanum voru menn ekki uppnæmir. Að myrða ungbarn var ekki nema eins °g að drepa lamb af fóðrum. Fáir renna grun i það nú.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.