Kirkjuritið - 01.02.1938, Page 10

Kirkjuritið - 01.02.1938, Page 10
48 Benjamín Kristjánsson: Febrúar. Hversu hugsunarháttur Áskels goða stakk í stúf við al- mennan hugsunarhátt heiðinna manna, má hinsvegar sjá af þvi, að sagan segir, að „margir menn mæltu í fyrstu móti tillögu þeirri, er Áskell bar fram. 1 Landnámu er getið um ágætan mann í Noregi og víking mikinn, Öl- vé að nafni. Honum er í háði gefið auknefnið barna- karl, af því að hann lét ekki hentla börn á spjótsoddum, sem þá var víkingum titt. Þetta gefur gleggri hugmynd um viðliorf heiðinna manna gagnvart þessum hlutum. En skýrast bendir það þó til, að barnamorðin hafi verið býsna útbreiddur og rótgróinn siðiu* með forfeðrum vor- um, að eigi þótti fært að banna þau strax með kristni- tökunni á Alþingi árið 1000, en nokkur ár urðu að líða áður en þau fengist numin úr gildi. Grunar mig, að sið- urinn hafi verið miklu algengari en rithöfundar forn- sagnanna hafa vitað úm eða viljað halda á lofti. Svo ómannúðleg og níðangursleg finst oss nú þessi aðferð, að bera út ósjálfbjarga afkvæmi sin, að oss finst þessi skoðun ef til vill ólrúleg. En gegnum þjóðsagnirnar, heyrum vér þó enn í dag útburðarvælin, hinn ömurlega neyðarsöng þessara aumingja, sem af ótrúlegri harðýðgi voru bornir út á kaldan klakann, fleygt á berangur eða í urðarholur til að deyja þar hjálparvana, fjarri allri mannlegi miskunn. Meginástæðan fyrir þvi, að ætla má, að hér hafi verið um tíða venju að ræða er sú, að nægar heimildir eru fvrir hendi, er sanna, að útburður barna var algeng venja meðal fornþjóðanna og tíðkast jafnvel enn í dag meðal ýmissa ókristinna þjóða. Þeba á Egiptalandi er eina borgin, er menn vita um, að allsnemma bannaði út- burð barna með lögum að viðlagðri strangri refsingu, en frá Egiptalandi er þó í Biblíunni sagan um að fyrirskip- aður hafi verið útburður á öllum sveinbörnum af ætl ísraels til að forðasl offjölgun, og er bún vafalaust sönn. Hinsvegar var venja þessi algeng meðal Grikkja og jafnvel heimiluð i lögum Lykurgosar og Sólons, og i rit-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.