Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 13
Kirkjuritið. Uin útburð barna i fornöld. 51 bvrði en styrktar. Öðru máli var að geg'na um Róm- yerja. Ríki þeirra gerðist brátt mikið herveldi og þurfti a dðsafla að halda. Þessvegna var bæði löggjöfin og álit allra helztu ritböfunda fremur andstætt barnaútburði, enda þótt liann tíðkaðist mjög engu að síður. Faðirinn iiafði að vísu vald á lífi og dauða barna sinna. En þó eru til mjög gömul lög rómversk, sem stundmn voru af alþýðu manna eignuð Rómúlusi, sem takmörkuðu þetta vald föðurins á þann bátt, að föðurnum var gert skvll að ala upp öll sveinbörn og að minsta kosti elztu dóttur hl þriggja ára aldurs. En þá var talið, að farin væri að kvikna svo mikil velvild til afkvæmisins, að síður væri liaett við, að þau vrðu líflátin að ástæðulausu. Hinsvegar var leyft að bera út vanskapninga og veikburða börn 'neð leyfi fimm nánustu ættingja. Jafnvel spekingurinn ^eneka skýrir frá þessu með mesta jafnaðargeði. Hann seglr: „Vansköpuð fóstur evðileggjum vér. Einnig drekkjum vér börnum, sem eru veikluð eða vanburða ^rá fæðingu. Þetta er ekki gert af grimd, lieldur af skyn- senn, að skilja þannig bin gagnslausu börn frá hinum beilbrigðu“ (De ira I, 15). Þegar líður á keisaratímann, færist útburður barna lnJog í vöxt í Róm. Til dæmis getur Svetonius um það, að þegar fréttist um dauða Germanicusar bersböfðingja, bafi konur látið bera út nýfædd börn sín til að láta í ljós barm sinn. Algengari ástæða var fátækt eða hirðulevsi Um ofkvæmið. Mest kvað að þessum útburði barnanna v Lactariansúluna, og í borgarblutanum Velabrum lUldir Aventinshæðinni. Þangað voru börnin borin á næt- Urþeli, til að sálast úr hungri eða kulda, en oftast til að ' erða ránfuglum eða soltnum dýrum að bráð. Einstöku S1nnum kom það fyrir, að einliver góðlijörtuð manneskja, sem fram hjá gekk, miskunnaði sig yfir einbvern þess- aru nnmaðarleysingja, og kunna rithöfundar Rómverja að segja fró ágætum mönnum, er þannig voru gripnir npp af götu, og Júvenal segir frá hefðarkonu, er eitt sinn

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.