Kirkjuritið - 01.02.1938, Side 26

Kirkjuritið - 01.02.1938, Side 26
64 Pétur Sigurðsson: Febrúar. minni íburð, minni fátælct, færri ríkismanna hallir og færri og minni skuggahverfi stórborganna; minna okur og meiri jöfnuð; minni samkepni og meiri samvinnu. — Ekki óvíða hefir kirkjan komið silaleg á eftir. En nú skal ég ekki segja meira af svona alvarlegum ásökunum á hendur þeirri stofnun, sem ég vænti meira góðs af en öllu öðru í heiminum, og þetta vildi ég segja um leið, að þótt skipulögð trúarbrögð hafi rejmst svona seinstíg, þá hafa liinir, sem á undan liafa gengið með vakandi sam- vizkum, jafnan verið trúmenn, eins og til dæmis Abra- ham Lineoln, William Wilberforce, og ýmsir fleiri, sem fyrstir manna og bezt börðust á móti þrælasölu og áfeng- isböli, — eða þá hafa samvizkur þeirra verið vaktar, og réttlætismeðvitund, af þeirri siðgæðiskröfu, sem guðstrú og kristindómur upprunalega vekur í lífi þjóðanna. Þetta gerist oft fyrir áhrif heildarinnar og þróun menn- ingarinnar, án þess að hinn einstaki maður sé þess sér meðvitandi. Þá liggja fyrir þessar spurningar: Er þetta seinlæti kirkjunnar af vondum rótum runnið? Er það vegna þess, að börn hennar séu kaldari og kærleikssnauðari en börn heimsins? Hversvegna hefir kirkjan, sem átti að ganga á undan, oft daufheyrst við hrópi sjáendanna, og orðið á eftir? — Þetta er ekki erfitt að skilja, segir dr. Fosdick. Kirkjan hefir tamið sér þann rótgróna vana, að gera alt að helgidómum, sem hún hefir komið nálægt. Það er ekki erfitt að leggja til hliðar reiðhjólið og taka í þess stað bifreiðina og jafnvel flugvél, því að trúarlifið hefir ekkert með þetta að gera. Reiðhjól verða ekki lieil- agir lilutir í meðvitund manna. Það er miklu erfiðara að hverfa frá einhverri trúarjátningu eða trúarlegum sið að siðgæðislegri hugsjón, því trúnni bættir til að gera trú- arjátningar manna og kirkjulega siði að helgidómum. Þegar því kirkjan stendur alt í einu andspænis einbverju nýju vandamáli, eins og til dæmis afnámi þrælasölu, sem ef til vill er leyfð í fornum og lielgum bókum kirkjunn-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.