Kirkjuritið - 01.02.1938, Síða 28

Kirkjuritið - 01.02.1938, Síða 28
66 Pétur Sigurðsson: Febrúar. trúaðir menn og jafnvel kennimenn lesa játningar og segjast trúa því, sem þeir þó í raun og veru ekki trúa. Þeir liafa ekki áræði til að lirófla við þessum helgi- dómum. Enn er þó ótalin að mestu leyti hin lialdbezta og veiga- mesta afsökun á ílialdsemi og seinlæti kirkjunnar. Þetta er ekki af eins vondum toga spunnið og sumir andstæð- ingar hennar ætla. Aðalhlutverk kirkjunnar er að friða mannssálina, gefa henni rósemd, öryggi og jafnvægi. Ef til vill er það, segir dr. Fosdick, eitthvað hið dularfylsta við líkama mannsins, að hann varðveitir hinn sama normala blóðhita 37%, ef liann er heilbrigður, hvort heldur liann er á lieitasta eða kaldasta hletti jarðarinnar. En andi mannsins á ekki neina slika sjálfvirka vörn gegn hita og kulda lífsins og hinum ofsalegu álirifum viðhurðanna. Það getur því farið mikið eftir því, livort með eða móti hlæs, livort andi mannsins er uppi á hin- um sólroðnu tindum gleðinnar, eða niðri í hinum dýpstu dölum örvæntingar. Móti slíku þýðir ekki að mæla, að sál mannsins og anda liefir jafnan skorl og skortir þetta örugga og óbrigðula jafnvægi, en einmitt þetta hefir meiri þýðingu fyrir manninn en alt annað. — Þarna hefir trúin gengið fram og tekið að sér hið vandasam- asta verk, að gefa anda mannsins þetta jafnvægi — þenn- an sálarlega normala blóðliita. Trúin hefir tekið að sér að gefa manninum fullkominn frið, svo að liann springi ekki í loft upp á stundum velgengninnar og linígi ekki niður máttvana á stundum reynslunnar. Til þess að geta orkað þessu, varð trúin að tengja liuga mannsins og með- vitund við eitthvað mjög mikilfenglegt og gleðilegt, við einhvern fastan punkt. Þar dugði ekki eitthvað, sem alt- af var að breytast og altaf var á reiki, en kemur þá ekki þarna til sögunnar einmitt um leið luettan á kyrstöðu. Það er ákaflega mjótt á milli þess, að gefa manninum frið og ró, og að skapa hjá honum einskonar kyrstöðu. Það getur stundum verið mjótt á milli þess, er við köll-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.