Kirkjuritið - 01.02.1938, Page 27

Kirkjuritið - 01.02.1938, Page 27
Kirkjuritið. H. E. Fosdick og hætta kirkjunnar. 65 ar> þá fatast henni vegna þess, hve henni finst altaf erfitt að lirófla við öllu því, sem orðið er einskonar helgidómur, hvort sem það er ritningar eða einhverir siðir. Kirkjan er ekki fyrst og fremst visindaleg og rannsak- andi stofnun. Hún er fyrst og fremst sá kraftur, sem á að skapa jafnvægi i lífi manna og þjóða. Þess vegna get- ur hún ekki verið á reiki. Hún verður þvi að álykta, trúa °g koniast að einhverjum föstum niðurstöðum, og hún rekur naglann fast, svo að smíðið verði haldgott. Hún sem- ur játningar sínar, og þær verða helgur dómur, sem seinna verður erfitt að hrófla við. Hún velur sín sakra- menti eða náðarmeðul, og þau verða helgur dómur, sem ekki er auðvelt að raska. Hún leggur hlessun sína yfir vissa siði og venjur, og' þetta verða helgidómar, sem ^gglyndi manna og tilfinningalíf oft á erfitt með að hrófla nokkuö við. Kirkjan gaf sig við hinu vandasam- asta -— hinni sálarlegu þörf mannsins. Það varð henni heilagt starf, og hjálparmeðulin gerði hún að lielgidóm- um, þess vegna liefir henni oft reynst erfitt að skifta um vmnuhrögð og verlcfæri. Þetta ætti hver sanngjarnlega hugsandi maður að geta skilið, og mundi hann þá sið- ur freistast til að kveða upp þunga dóma yfir kirkjunni. ~ Vísindamaðurinn Tliomas Huxley segir: „Því lengur sem ég lifi, þvi augljósara verður mér þetta, að hið al- varlegasta og heilagasta i lífi mannsins er að álykta og segja: „Ég trúi, að þetta eða hitt sé satt“. Þetta er vitnis- hurður vísindamanns, en þar sem kirkjan sérstaklega fjallar um alt það, er að trú lýtur, er ekkert að undra, þótt helgiblær hafi orðið á þvi öllu og hún þar af leið- andi oft verið sein til að átta sig á breytingum, og orðið a eftir. — Vér getum tæpast hugsað okkur vísindamann sianda upp og segja hátíðlega: „Ég trúi, ég trúi“, ein- hverju, sem hann ekki trúir, að sé satt. Hann liefir ekki gert sinar fyrri uppgötvanir að neinum helgidómum og getur því skift á þeim og öðrum nýrri og betri. Margir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.