Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 30
68 Pétur Sigurðsson: Febrúar. benda á syndsamlegt seinlæti kirkjunnar gagnvart hin- um félagslegu umbótum meðal þjóðanna. — Hann spjT”: „Hvar komum við auga á í söfnuðum vorum þá, sem dvelja í skuggahverfi þessarar borgar og i nótt sofa í hinum 250000 svefriherbergjum, sem sólin aldrei skín inn í? Þeir eru ekki liér. Mundu þeir ekki vera vel- komnir? — Vissulega. En þeir eru samt ekki hér. Hvar eru þeir menn, sem þræla frá morgni til kvölds, þær þúsundir manna, sem flytja mjólkina á hverjum morgni i húsin eða sinna öðrum störfum? Þeir eru ekki hér. Mundu þeir ekki vera velkomnir? Jú, hjartanlega vel- komnir. En þeir eru ekki hér. Vér verðum að kannast við það, að söfnuðir vorir víðsvegar i þessu landi saman- standa að mestu leyti af þeim, og eru studdir af þeim, sem búa við hin blíðari kjör, og þá er hættan á kyrstöðu, bæði hjá okkur prestunum og söfnuðunum, augljós. — Fj'rir utan eru hinir afskiftu, aðþrengdu, fátæku og óánægðu. Þá dreymir um betri daga fyrir börn sín, sem þeir elska eins heitt og vér okkar hörn, og þeir rejma að koma einhverju til vegar. — Ó, ég veit, að þeir rejma oft heimskulega hluti . .. ., en samt sem áður — takið eftir, hinir hæfustu á meðal þeirra liafa farið fram úr oss. — Hinar beztu samvizkur hinna félagslegu samtaka liafa snúið sér að slíkum umbótum á núverandi fyrir- komulagi félagslífsins, er gera mun í framtíðinni ómögu- legt áframhald á þeirri rangsleitni og þeim ójöfnuði, sem nú á sér stað. Svo enn einu sinni er hin kerfisbundna trú í hættu með að verða á eftir, og láta hinar beztu samvizkur félagslífsins verða á undan sér. En ef vér ósk- um að heita kristnir menn, þannig að andi Krists sé að verki við að byggja nýtt og réttlátara fjTÍrkomulag með- al þjóðanna, með opnar dyr að sæmilegum tækifærum fyrir alla menn, þá sannarlega ættum vér að ganga á undan í fararbroddi. Það hefir hin spámannlega trú jafn- an gert. Þegar spámaðurinn Jesaja talaði til lýðsins og sagði: „Þvoið yður, hreinsið yður, takið ilskubreytni yð-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.