Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 25
Kirkjuritið H. E. Fosdick og hætta kirkjunnar. 63 girni í dómum sínum. — Dr. Fosdick bendir á, að fált verra geti hent kirkjuna en það, að hún dragist aftur úr þvi, sem samvizka hinna beztu og rnest hugsandi manna kynslóðarinnar býður, þannig, að hinar félagslegu og sið- ferðilegu kröfur þessara manna skari fram úr kenningum kirkjunnar og aðgerðum hennar, að góðleikur og mannúð verði á undan trúnni í siðbætandi athöfnum og kröfum. frúarhragðakerfin liafa kent það, að maðurinn eigi að gerast trúaður til þess að verða betri og siðgæðislega fullkomnari; en það er þó blákaldur veruleiki, að liin skarpasta, víðsýnasta og næmasta feiðgæðismeðvitund kjTnslóðarinnar, og alhafnir hennar, rvrður hraut og geng- ur á undan, en hin skipulögðu trúarhrögð dragast áfram silalega á eftir, með fætur sína fasta í leðjunni. Þótt dr. Fosdick noti ekki stærri eða sterkari orð en þessi, um seinlæti kirkjunnar, þá sér hann í þvi hennar alvarlegustu hættu. Ég hefi engan áhuga fyrir því, að felja hér upp ýmsar vanrækslu- og seinlætis-syndir kirkjunnar, en mér dettur heldur ekki í hug að neita ávirðingum hennar. Önnur aðferð er betri, einsogsíðarskal vikið að. — Það er nokkurn veginn víst, að ef kirkjan kefði ekki orðið lengi og langt á eftir hinum glaðvakandi samvizkum í Rússlandi, þá hefði engin blóðug bylting átt sér þar stað. Ef kirkjan hefði ekki verið langt á eftir hinum hraðstígustu og skygnustu samvizkum á Spáni, þá hefði ekki heldur nein blóðug borgarastyrjöld geisað t>ar. Ef kirkjan hefði ekki drattast silalega á eftir liin- Um beztu samvizkum í Ameríku á vissu tímabili, þá hefði orðið auðveldara að afnema þrælasöluna þar, liið sama má segja um þá baráttu i Norðurálfunni. Ef kirkj- an hefði ekki verið á eftir hinum næmustu og beztu sam- vizkum víða um lönd, þegar bindindisbaráttan fyrst var hafin, þá liefði frægð Bakkusar konungs verið minni en sigrar bindindismanna fyrir löngu miklu glæsile'gri. —- í seinni tíð liafa vakandi samvizkur manna og réttlætis- meðvitund þeirra heimtað: Minna óhóf, minni skort;

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.