Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 38
76 Innlendar fréttir. Febrúar. Hvanneyrarsókn á ári hverju, meðan þau voru á Hvanneyri. Var það börnunum hin mesta gleði. Nú fyrir jólin gaf frú Svava og börn liennar rausnarlega og fallega gjöf til þess að halda uppi jólatréshátíð á Hvanneyri á hverjum jólum héðan í frá, með svohljóðandi gjafabréfi: „Hér með gef ég og börn mín Hvanneyrar og Bæjarsókn veð- deildarbréf Landsbanka íslands, að upphæð kr. 1000.00 og Kreppulánasjóðsbréf sveita- og bæj'arfélaga að upphæð kr. 1000.00. Hinar árlegu rentur bréfanna, sem nema kr. 105.00, eiga að vera notaðar til að lialda árlega jólatrésfagnað að Hvanneyri fyr- ir börn úr ofannefndum sóknum. Um leið mælist ég til, að sóknarprestur og skólastjóri á Hvann- eyri á viðkomandi tímum, vildu góðfúslega sjá um framkvæmdir í þessum 'efnum. Er ósk mín, að hinn fyrsti jólatrésfagnaður geti orðið að Hvanneyri um jólin 1937“. Fór hinn fyrsti jólafagnaður þessarar gjafar fram á Hvann- eyri á síðastliðnum jólum, til hinnar mestu ánægju fyrir börnin og vandamenn þeirra. Og þar sem Haraldur Sigurðsson konsúll í Reykjavík og kona hans, frú Magnea Sigurðsson, gáfu margar ágætar jólagjafir, er sóknarpresti var falið að útbýta, gat sjóður frú Svövu, þegar á þessu ári, auk jólatrésfagnaðarins sjálfs, stuðlað að því, að útbýtt var jólagjöfum handa öllum börnum ófermd um í Hvanneyrar- og Bæjarsókn, eða 80 alls. Ég og skólastjórinn á Hvanneyri, Runólfur Sveinsson, færum geföndum þessum öllum hjartanlegar þakkir fyrir hönd allra þeirra, er hér eiga hlut að rnáli. Gamlar, fagrar sagnir segja frá eldum, er aldrei kulnuðu, af því yfir þeim vöktu útvaldar meyjar, er önnuðust um að þeir brynnu aldrei út. Þær voru lielgar konur. Nú hefir frú Svava Þórhallsdóttir séð svo um, að héðan í frá þurfi ekki jólaeldarn- ir á Hvanneyri að kulna né brenna út. Eirikui' Albertsson. Frá Undirfellssókn. Þaðan liefir ritstjóra Kirkjuritsins borist útdráttur úr fundai'- gerð sóknarnefndar frá f. m. Sést af henni, að undirbúningur er þegar hafinn undir almenna kirkjufundinn næsta vor og liafa tveir fulltrúar verið kosnir til þess að mæta á honum. Sóknar- nefndin leggur það til.'að þessi mál verði tekin til meðferðar á fundinum m. a.: a. Embættisveiting Sigurðar Einarssonar. b. Möguleikar fyrir söfnuði þjóðkirkjunnar að halda uppi safn- aðarsöng.c

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.