Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 18
56 Benjamín Kristjánssón: Febrúar. að taka þessa vesalinga að sér og' duga þeim, ef þeir fyndust með lífi. Árið 325 var á kirkjuþinginu i Níkeu ákveðið að stofna sjúkrahæli í öllum stærstu borgum, og niunu án efa fundin börn liafa átt atlivarf á þessum líkn- arstofnunum. Röskum hundrað árum siðar, árið 442, voru á kirkjuþinginu i Vaison settar reglur um hjúkr- un og aðbúð þessara munaðarleysingja. Hver, sem fyndi útborið barn, skvldi færa það til kirkju, þar sem skýrsla var tekin um þennan atburð. Siðan skyldi presturinn auglýsa í söfnuðinum næsta drottins dag, að barn þetta væri fundið og gefa foreldrum 10 daga frest til að iðrasl og krefjast barnsins að nýju. Gerðu þau það, eða upp- vist varð um foreldrana, sættu þau hinum þyngstu kirkju- legu refsingum fyrir afbrot sitt. Annars var barnið í eigu og umsjá kirkjunnar. Það hafði lengi viðgengist, að þeir, sem fundu eða keyptu börn, skyldu liafa þau til fullrar eignar og varð þetta oft og tiðum einskonar ánauð. Jafn- vel hinir fjrrstu kristnu keisarar sáu sér ekki fært að banna þetta, með þvi að það mundi hafa í för með sér aukinn útburð barna og menn mundu frekar skirrast við að sjá aumur á útbornum börnum. En Jústinian keis- ari bannaði með lögum árið 533 allan slíkan þrældóm á börnum og fer um leið þeim orðum um útburð barna, að hann sé níðangurslegri en nokkurt morð, þar sem hann komi niður á ósjálfbjarga verum, sem eðlilegra sé að miskunna sig yfir. Hann hét og á erkibiskupana að aðstoða sig í að útrýma þessari ósvinnu og ráða bæl- ur á henni sem frekast væri unt. í samhandi við kirkj- urnar kom hann á fót líknarstofnunum fyrir börn. En þessar liknarstofnanir höfðu þá verið um nokkurn tíma starfræktar af ýmsum kirkjum og eru hinar fyrstu líkn- arstofnanir, sem um getur í sambandi við kirkjuna. Þannig getur Ágústínus kirkjufaðir um það, að það sé venja kristinna meyja að leita að útbornum börnum og bera i kirkjur. Sennilega af þessari ástæðu, fór það að verða svo tíður siður í kristnum borgum og bæjum, að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.