Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 21
KirkjuritiÖ. Um útburð barna í fornöld. 59 ætti hún þó að geta stuðlað að skilningi manna á þvi, hl hvers Kristur er í heiminn kominn. Það er eigi ör- ö'rant um, að raddir heyrist í voru þjóðfélagi, sem lialda, það yrði stór menningarlegur ávinningur að því að ^e§§ja niður alt kristnihald og alla kristna trú. Áður en menn komast að slíkri niðurstöðu, er nauðsynlegt að skilja sem bezt, livað það var, sem Ivristur kendi og boð- aði, hvaða álirif hann hafði á heimsmenninguna. Ahrif hans koma þá fyrst og' fremst fram í þessu: Hann kendi mönnum, að lífið væri óendanlega dýrmæti °9 að menn ættu að hirða um það og hlynna að því með astúð og ndkvæmni. Hvort er þá von til, að lífið verði dýrmætt og menning fari í vöxt, meðal þeirra þjóða, sem trúa því og leitast við að lifa samkvæmt því, að lífið sé dýrmætt, eða þar sem mannslífið er einskis metið, og angbörnin samkvæmt því borin út á klakann? ÁTú er tími til að hugsa um þetta. Það er ekki frítt um, að þar sem menn eru teknir á ný að hallast að heiðin- dómi, sé fremur farið að mæla harna úthurðar stefn- nnni bót. A. m. k. sýna skýrslur, að þeim mæðrum fer fjölgandi, sem fremur óska að láta bera út ófædd börn S1n, en hafa erfiði og áhyggjur af uppeldi þeirra. Og það er raunar ekki stór munur á því, hvort börnin eru borin nt fimm mánaða eða níu mánaða. I hvorutveggja fallinu kemur fram sá órækjuháttur, það ofbeldi gagnvart niannlegu lífi og sú sérhlífni, sem er óskyld anda krist- mdómsins. Enda eru ýmsar þær þjóðir, sem mest gera að þessu, teknar að óttast menningarhrun lijá sér af völd- nm örrar fólksfækkunar. En meiri er sú hætta, sem ligg- nr í því kaldrifjaða skeytingarleysi um mannlegt lif, er 1 þessu birtist og þeirri munúðarhyggju, er í því er fólgin, &ð nenna ekki að leggja neitt á sig til þess að ala upp nýja og betri kynslóð í staðinn fyrir þá sem deyr. Kristur kendi mönnunum þann vísdóm, að kærleiks- fórnin væri undirstaða allrar sannrar hamingju í heim- inum. Ég liygg, að aldrei hafi nokkura foreldra iðrað

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.