Kirkjuritið - 01.02.1938, Side 40

Kirkjuritið - 01.02.1938, Side 40
78 Erlendar fréttir. Febrúar. blaðs og tímarits frumsaminna og þýddra bóka kristilegs efnis. T. d. fást þar nokkurar af bókum prófessors Hallesbys í kín- verskri þýðingu. í Kína eru þrjú allútersk trúboðsumdæmi með alls um 30 miljónir íbúa, nfl. sýðst, nyrzt og i miðju landi. Um 20 kristni- boðsfélög fró ö löndum: Þýzkalandi, Danmörku, Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi og Ameríku, standa straum af starfi nálega 600 kristniboða þar, og tveggja þúsunda innborinna samverkamanna þeirra, og kosta auk þess rekstur 23 sjúkrahúsa og 17 lækn- ingastofa. Þó ekki sé nema tæpur tíundi hluti evangeliska kristniboðs- ins i Kína lúterskt, er það ærið mikið starf. Þess er lika gætandi. að nokkur lútersk félög og fjölmargir lúterskir einstaklingar eru i samvinnu við reformert kristniboðsfélög (og ýms félög, sem ekki kenna sig við neina sérstaka kirkjudeild). Helztu tútersku kristniboðsféiögin, er sjálfstætt kristniboð hafa í Kína, skulu hér nefnd í sem styztu máli. Af 4 þýzkuin kristniboðsfélögum skal aðeins getið lierlinar kristniboðsfélagsins. Það er nú mikið yfir 100 ára gamalt og varð fyrst lúterskra félaga til að senda kristniboða til Kína. Hefir það mikið starf í syðsta héraði landsins. Elzta kristniboðs stöðin lúterska er stofnuð 1867 í hafnarborginni Kanton. Þýzk kristniboðsfélög áttu við mikla erfiðleika að etja, fyrstu árin eftir heimsstyrjöldina einkanlega, og svo nú aftur 3—4 síð- ustu árin, vegna gjaldeyrisörðugleika. — Sameinaða lúterska kirkjufélagið i Ameriku tók 1923 að sér umsjá þýzka kristni- boðsins í Norður-Kína. Kristniboðarnir (um 20) eru Ameríku- menn, en munu flestir vera af þýzkum ættum. — Sama er að segja um kristniboða Missouri kirkjufélagsins í Hankow og um- hverfi, þeir eru 32, en innbornir samverkamenn yfir 100. Lúterskir kristniboðar í Kína eru tiltölulega langflestir norsk- ir, eða af norskum ættum. Flestir eru kristniboðar Norska lúterska Kinatrúboðssam- liandsins'), eða alls 70; kínverskir slarfsmenn þess eru mikið á annað hundrað. Það sendi fyrst skandinaviskra trúboðsfélaga kristniboða til Kína, 1891, og síðar til Mansjúríu. Aðalstarf þess er í tveiinur héruðum í Mið-Kina. ') Á norsku nefnist það „Det norsk luterske Kinamissions Forbund“, en ekki „Kinamissions Selskabet“, eins og stendur í „Kirkjuritinu" (marz 1936, bls. 110 neðst).

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.