Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 15
IvirkjuritiS. Um útburð barna í fornöld. 53 Sagan um það, hvernig Jesús blessar ungbörnin, og öll ^fstaða hans gagnvart smælingjum er miklu táknrænni °g sérkennilegri fyrir kristindóminn en alment er áli tið, Að vísu má gera ráð fyrir því, að mæður allra alda hafi att sammerkt í því, að þeim hafi hætt við að renna ástar- augum til barna sinna, eins og Jófríði móður Helgu liinnar fögru á Borg. En það mun allvíða hafa fremur verið reiknað með lítilsigld þeirra og ístöðuleysi, en tal- ‘ð til verulegrar dygðar. Með Austurlandaþjóðum og slíkt hið sama með Grikkjum, voru konur og börn naum- ast lalin menn með mönnum, enda segir jafnvel í guð- sPjallinu, að lærisveinarnir undruðust, er menn færðu hörnin til Jesú, og ávítuðu þá. Þeim dalt ekki í hug, að herimeistaranum þætti nokkurs um vert um slika smæl- ln8ja, og enn meira undrandi liafa þeir vafalaust orðið, er Jesús henti þeim á, að þeir þyrftu að verða eins og hörnin, til þess að komast inn í himnariki. En í þessu kemur í Ijós almenn afstaða Austurlandaþjóða og ann- ara fornþjóða gagnvart smælingjunum. Börnin voru alment alin upp við harðneskju og strang- an aga. Mannslífið út af fyrir sig var ekki mikils virði °g l3ví minna virði sem það var yngra og óreyndarg. Það Var kyrst, er menn liöfðu ágætt sig í einhverju, að þeir voru að einhverju metnir. Með kristninni kemur alveg nýtt mat á þessum hlut- llm- Hvert einasta mannslíf verður dýrmætt og óendan-. lega mikils virði, af þvi að maðurinn er guðsbarn og enn er ekki víst, livað úr honum getur orðið. Það er ekki ægt að gera of mikið úr þvi, livílíkum geysilegum stlaumhvörfum þessi hugsun olli í.allri afstöðu gagn- 'art smælingjunum. Guð kristinna manna fer ekki í neitt aianngreinarálit. Hann gleymir ekki aumingjans kveini. -’rir honum er hvert einasta mannslíf jafndýrmætt, og ni er það jafnmikill glæpur að eyðileggja líf eða leggja^ stein í götu þesg undir hvað kringumstæðum sem ér. an var jafnvel talið í fornkirkjunni, að undireins og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.