Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 12
Benjamín Kristjánsson: Febrúar. 50 hversu kristin trú liafði gagngerð áhrif á liugi manna viðvíkjandi þessu atriði. En þannig kemst sagnfræðing- urinn Gibbon að orði í hinu mikla riti sínu: Deeline and tale of tlie Roman Empire: „Útburður barna var binn útbreiddasti og rótgrónasti glæpur fornaldarinnar. Hann var stundum fyrirskipaður, stundum levfður, en næstum því ávalt framkvæmdur án hinnar minstu refs- ingar“ (V, 44). Eg vil nú færa nokkuru frekari rök að þessu með því að vitna i forn rit, sem engin ástæða er til að rengja. Colvbius, grískur sagnritari, sem uppi var á annari öld fyrir Krist, segir, að um miðja aðra öld fyrir Krisl hafi ekki nema mjög fáir Grikkir kært sig um að ala uþp fleira en eilt eða í mesta lagi tvö börn. Margar lieimildir aðrar slaðfesta þetta. Poseidippus, griskt leikrilaskáld (frá 3. öld f. K.), segir hið sama. Fleiri en ein dóttir var a. m. k. aldrei alin upp. Jafnvel auðugir menn létu nærri æf- inlega bera út meybörn. Hinsvegar þótti það skynsamlegt, að ala upp tvo syni, því að menn óttuðust að annar kvnni að falla í striði. En frá því um miðja þriðju öld fyrir Krist þykir sagnfræðingum líklegast, að langalgengastar hafi verið fjölskyldur með aðeins einu barni, en fjöl- skvldur með fjóruin til finnn börnum hafi naumast þekst. í fornum leikritum er stundum hent gaman að istöðuleysi eða flónsku þeirra mæðra, sem með bragð- vísi höfðu skotið meybörnum undan dauða, þó að faðir- inn hefði skipað, að láta bera þau út. Lenda þær venju- legast i einhverjum vandræðum út af þessuni afkvæm- um sínuin siðar meir, og sýnir þetta almenningsálitið á því, hve fávislegt það þótti að vera að leggja á sig að ala upp kvenfólk meir en strangasta nauðsvn krafði. Það, sem Grikkjum mún hafa gert einna mest, mun hafa verið ótti þeirra við offjölgun mannfólksins. Þess- vegna hvöttu þeir þjóðina frekar til að losa sig' að m. k. við alla þá einstaklinga, sem eitthvað voru fatlaðir, eða vanburða, svo að gera mátti ráð fvrir, að frekar yrði lil

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.