Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.02.1938, Blaðsíða 39
Kirkjuritið. Erlendar bækur. 77 Embættispróf í guðfræði. Pétur Ingjaldsson lauk embættisprófi í guðfræði 31. f. ni. með 1. einkunn 105% st. Nýir prestar í Reykjavík. Allar likur eru taldar til þess, að aðstoðarprestarnir við Dóm- kirkjuna i Reykjavík verði þeir Garðar Svavarsson og séra Sig- urjón Árnason. Heyrst hafa óánægjuraddir út af því, að söfn- uðinir fái ekki sjálfir að kjósa sér presta. En sú óánægja er bygð á misskilningi. Jafnskjótt sem Reykjavik hefir verið skift í prestaköll, mun söknarfólkið fá tækifæri til að kjósa um hina nýju presta. ERLENDAR FRÉTTIR. Lúterskt kristniboð í Kína. Kristniboð er venjulegast ekki rekið af kirkjufélögum, heldur fi’jálsum samskotum„ kristniboffsfélögum innan þeirra. Góða sönnun þess, að slík samtök fái notið sín innan lútersku þjóð- kirknanna eigi síður en annara kirkjufélaga, er að finna í sögu kristniboðsins. Margir hinna merkustu brautryðjenda kristniboðs síðari tíma komu frá Þýskalandi, Danmörku og Skandinavíu, og frá þeim lönduin er og hefir verið mikil þátttaka í trúboði evangeliskrar kristni víða um heim. En hér skal gert að um- talsefni aðeins Lúterska kristniboðið í Kína. I Hankow, höfuðborg Mið-Kína, er veglegt (i hæða hús, sem ’ujög ber að öðrum byggingum borgarinnar. Yfir anddyrinu stendur: „Gestaheimili og umboð fyrir lútersk kristniboðsféiög. Þar eru nefnilega lúterskir kristniboðar svo oft á ferð, að kristniboðsfélög þeirra hafa séð sér hag í að reisa þetta mikla hótel. (Vitanlega tekur það á móti öðrum gestum líka). Að þess ttiuni hafa verið full þörf, gefur að skilja af því, að nú er i ráði að hækka það og stækka. — Á fyrstu hæð eru skrifstofurnar, sem sjá um rekstur stofnunarinnar og útréttingar fyrir kristni- boða búsetta víðsvegar um upplönd þessa mikla ríkis. Þar er °g lyfsölubúð og bókasala. En í kjallarahæðinni er lúterska bókaútgáfan. Er þar séð um útgáfu og útsölu kenslubóka i kristn- um fræðum (svo sem kvers og bibliusögu), sálmabókar, kirkju-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.