Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Qupperneq 4

Kirkjuritið - 01.03.1941, Qupperneq 4
Marz. Mennirnir við vöggu kristninnar. Eftir dr. Magnús Jónsson, prófessor. Upptök kristninnar og sigurför hennar um heiminn eru líklega eitthvert stórfeldasta fyrirbrigði mannkyns- sögunnar, og jafnframt eitt hið óskiljanlegasta. Þessi hreyfing, sem liefst í fremur afskektum hluta róm- verska ríkisins, fer áður en nokkurn varir um alt þetta viðlenda ríki. Engum vopnum er beitt eða nokkuru þvi, er til kúgunar geti talist. En þó lieldur þessari þróun áfram í sífellu. Og eftir 3—4 aldir, er kristnin komin ekki aðeins um alt Rómaveldi, heldur óraleiðir út fyrir takmörk þess, sérstaklega austur á bóginn. Þetta glevm- ist oft vegna þess, að kristnin i þessum löndum varð fyrir svo óblíðum örlögum, að hún dó út að mestu. Er ekki hægt að rekja það hér. En á 5. öld var kristnin komin norður að Baikalvatni i Síberíu, austur í Kína og suður á Indland. Á þessu óraflæmi var fjöldi höfuð- hiskupsdæma og þúsundir hiskupa. Eg get þessa aðeins til þess að sýna hinn öra vöxt kristninnar. íslam lagði þessa kristni að mestu í rústir, og' framtíð kristninnar varð um langan aldur á Vesturlöndum. Um sjálfa vöggu kristninnar ætla eg ekki að ræða hér, um liöfund hennar, Jesúm Krist, eða upphaf henn- ar á dögum lians, heldur langar mig til þess að draga hér upp myndir af tveim þeirra manna, er tóku við hinni ungu kristni, og gerðust leiðtogar hennar á fyrstu göng- unni út um heiminn. Sjálfur höfundur hennar gerði ekki annað en kveikja líf hennar og skilja það eftir í hönd- um örfárra manna. Fyrir manna sjónum hefði mátt líta svo á, að hreyfing sú, er Jesús vakti, dæi með honum. En hún reis líka upp með honum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.