Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Page 12

Kirkjuritið - 01.03.1941, Page 12
90 Magnús Jónsson: Marz. út í geiminn. Hingað til hafði hann starfað eins og aðr- ir. Jafnvel í Antiokkíu og' á þessari kristniboðsferð var hann samverkamaður. Það er einhver spennitreyja á honum, sem kemur í veg fyrir, að liann geti neytt sín. Hann liefir setið í þeirri Makedóníu, sem var of lítil fyrir hann. En nú, þegar hann hættir öllu á eitt kast í fullu trausti til Guðs, og fær staðfestingu þess — þá er eins og bönd bresti. Nú sér hann ekki aðeins þennan rómverska landstjóra og þessa rómversku höll og þessa rómversku hirð, heldur sér hann alt Rómaveldi fyrir sér. Það var þetta veldi, sem hann átti að leggja undir Krist og ekkert minna. Þegar þeir leggja frá Pafos, er ekki efi, hver er for- inginn. Höfundur Postulasögunnar segir með næmum skilningi: „En þeir Páll lögðu út fi'á Pafos“. „Þeir Páll“ Páll og þeir, sem með honum voru. Þetta var rétt- nefni upp frá þessu. Altaf var liann í fylkingarbrjóstinu, altaf gekk hann í vandann, tók á sig hætturnar, réði fram úr vandamálunum. Foringjahæfileiki Páls kemur ef til vill hvergi betur fram en í því, hvernig hann dregur meginlínur starfs- ins. Fram undan honum var Rómaveldi alt saman, jietta riki, sem spenti yfir alla veröldina að heita mátti. Gamla rómverska ríkið er stórt, er vér virðum það fyrir oss á landbréfi, austan frá Evfrat og vestur að Atlantshafi- norðan úr hinum dularfullu skögum norðursins, suður í brunasanda Afríku. En livað er sú stærð í augum vor- um á móts við það, sem hlaut að vera í augum þeirra tíma manna. Samgöngur voru ýmist á seinfærum segl- skipum eða þá á landi, oftast fótgangandi. Og valdið, sem á móti var lierjað, var ótakmarkað. Það átti sér enga hliðstæðu hér á jörð. Það var ekki eins og nú, þar sem hin miklu veldi eru mörg, hvert við annars hlið. Nei, hér var það eitt veldi, ósigrandi og ægisterkt. Páll vissi, að hann barðist í þjónustu þess, sem var

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.