Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Qupperneq 14

Kirkjuritið - 01.03.1941, Qupperneq 14
92 Magnús Jónsson: Marz. ingar voru um þessar mundir í öllum borgum ríkisins, að minsta kosti þar, sem nokkuð var um að vera. Og i liverri borg áttu þeir samkunduhús, eitt eða fleiri. Þar komu þeir saman til guðsjónustu á hverjum livíldar- degi. En auk þeirra sótti fjöldi lieiðingja guðsþjónust- urnar. Tólcu sumir þeirra Gyðingatrú og létu umskerast, en þeir voru þó miklu fleiri, sem hnigu að gyðingdómn- um, kenningum lians og siðferðishreinleika án þess að láta umskerast. Voru þeir kallaðir „Guðliræddir lieið- ingjar“. Aðferð Páls var sú, að hann leitaði að sjálfsögðu uppi samkunduhúsið. Og þar notaði hann rétt þann, sem hver Gyðingur hafði til þess að prédika. Með þessum prédik- unum kvaddi hann hljóðs fyrir hina nýju trú. Hún var ekkert annað en uppfylling spádómanna og efndir fyrir- lieita Guðs. í Kristi gaf Guð heiminum líf og sálulijálp. I trúarsamfélaginu við Krist dó maðurinn frá sínu fyrra eðli og reis upp með Kristi laus undan valdi syndarinn- ar og dauðans. Og það, sém enn hrast á fulla endurlausn, það myndi koma innan skammt, þegar Kristur sjálfur hirtist, þessari heimsrás væri lokið, og hin komandi öld rynni upp. Enga umskurn þurfti, ekkert lögmálsok. Alt þetta voru tímahundnar ráðstafanir til undirbúnings komu Krists. Nú var hann kominn. Alt var feng'ið. Bara að menn fengju að vita þetta, fengju að heyra fagnaðar- hoðskapinn. —q Eg má nú ekki eyða mikið meiri tíma í það að draga mynd Páls, og liefi eg þó hlaupið yfir fjölda margt, sem i raun og veru skiftir aðalmáli auk þess marga, sem nefna þyrfti. En þó verð eg að nefna aðeins eitt enn, af því að það er svo afarmikill liður i foringjahæfileika hans: En það eru gáfur lians. Eg hefi lesið nokkuð margt um Pál og heyrt um hann marga dóma. En aldrei minn- ist eg þess, að hafa séð nokkurn, sem á annað borð er mark takandi á, efast um gáfur hans. Og sízt af öjlu

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.