Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Qupperneq 18

Kirkjuritið - 01.03.1941, Qupperneq 18
9(5 Herra, ég hrópa til þín. Marz- Þó æfiraun beyg1! mitt bak, og bili mitt fótanna tak, og skjálfandi skrifi mín hönd, ég skelfist ei örlögin vönd. Þó augu mín daprist í deyð, dylst ekki sál minni leið, því bjart er um bústaðinn þinn, blessaði frelsari minn. Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti. Vígsla Húsavíkurkirkju í N.-Múlapróf.dæmi- Seint á árinu 1939 var a'ð fullu lokið við smíði kirkjunnar, var hún vigð af sóknarprestinum á Desjarmýri, séra Vigfúsi I- Sigurðssyni. Hefir liann nú, samkvæmt ósk minni, sent mér lýS' ingu af kirkjunni og vígsluatliöfninni í bréfi, dagsettu 15. des- f. á. Væri mér kært, ef Kirkjuritið vildi birta lýsingu hans á kirkj- unni, en hún er á þessa leið: „Kirkjan er timburkirkja, járnklædd með trékrossi yfir dyra- burst. Ytri lengd hennar er 9 al., breidd 0% al. og veggliæð 4 álnir. Tveir bogadregnir gluggar eru á hvorri lilið. Framan vié dyr kirkjunnar er klukknaport með tveimur trésúlum undir, og er að því talsverð prýði. Hvelfing er í allri kirkjunni að innan. og mótað fyrir þremur súlum undir henni, sitt á hvorum vegg- Kirkjan er öll máluð að innan, og litum vel fyrir komið. Yfirleit* þykir kirkjan snoturt liús, þótt lítil sé, því að henni er ekki ætla° að taka meira en 40 manns i sætum. Að byggingunni stóðu eig' endur 6 jarða, er tilheyra sókninni. Byggingarkostnaður nam alls kr. 3.022.21. — Þess er vert að geta, að meðan á byggingunni stóð, gaf prófasturinn, séra Jakob Einarsson á Hofi kirkjubændunui" i Húsavík 300 kr. til kirkjubyggingarinnar. — Við kirkjuvígsluna var livert mannsbarn í sókninni og auk þesS nokkurir aðkomandi úr Borgarfirði og Loðmundarfirði. Við vígsluathöfnina aðstoðuðu tveir kirkjueigendur og Stefán Bald' vinsson lireppstjóri í Stakkahlíð. Kirkjuvígslan þótti eftir ástæ®' um mjög hátíðleg, og mun flestum kirkjugestum minnisstæð, seu’ aldrei áður liöfðu verið við slíka athöfn.“ Af því, sem að ofan er sagt, er augljóst mál, að HúsavikurkirkJa er nægilega stórt og myndarlegt guðsþjónustuhús miðað við fólks' fjölda í sókninni. Eiga kirkjubændurnir þakkir skyldar fyrir þeth' drengilega verk og prófasturinn fyrir rausnarlega gjöf til kirkj' unnar. Ég óska svo sóknarpresti og söfnuði allra heilla og blesS' unar Guðs i framtíðarstarfi. Sigurgeir Sigurðsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.