Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Side 22

Kirkjuritið - 01.03.1941, Side 22
Kirkjuritið. Aukatekjur presta. í janúarhefti Kirkjuritsins þetta ár skrifar „gamall klerkur“ um launamál presta og jafnvel fleiri embættis- manna ríkisins. Eru það að ýmsu leyti orð, sem ég vildi undirstrika. Undanfarin ár liefir allmikið verið rætt og ritað um launakjör presta. Hefir mörgum komið saman um, að þau væru lág. Mun það líka ekki ofsagt. Engir starfs- menn ríkisins hafa lakari launum að sæta, nema barna- kennarar. Kennarar verða að stunda ýms önnur störf, oft óskyld verk, sem draga úr starfskröftum þeirra og starfsárangri. Prestar i sveit eru neyddir til búskapar. Embætli þeirra fylgja oftast illa selnir jarðarskrokkar. Það eiga að vera hlunnindi, en eru það sjaldnast. Það getur orðið óþægileg byrði fyrir eignalausan, stundum stórskuldugan mann, að taka stórar jarðir á sína ábvrgð., Búskapur á stórri jörð er dýr og erfiður, ekki sízt eftii' að fólkið er flúið úr sveitunum. En þessar jarðir eiga að sumu leyti að vera uppbót á laun prestanna. Þær geta orðið það. En aðeins á einn liátt: Að ungi presturinn ljregðist köllun sinni að meira eða minna leyti. Hann verður að gerast umsvifamikill bóndi. En enginn getur tveimur herrum þjónað. Þannig ræður ríkisstjórnin mann til starfa, en lætur úrelt fyrirkomulag verða þess vald- andi um leið að taka hann frá störfunum að meira en liálfu lej7ti. Þvi að eins og það er nauðsynlegt fyrir sveitaprest að liafa jarðarafnot til hæfilegrar framleiðslu af kjöti og mjólk handa fjölskyldu sinni, þá tekur þa'ð hug hans frá störfum að vera bundinn búskaparáhvggj- um stórframleiðandans. En um það þarf ekki að fjölyrða. Launakjör og' aðbúð

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.