Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Page 31

Kirkjuritið - 01.03.1941, Page 31
Kirkjuritið. Andleg búhyggindi. 109 011 leyfa mér að öðru leyti að vísa til greinar þeirrar í ^i'estafélagsritinu, er áður getur, og er þar m. a. getið n°kkurra erlendra safna, svipaðra því, er nú hefir verið Um i'aett, og þar á meðal spjaldskrársafnsins „Christ- entum und Leben“, er þeir gáfu út próf. Mabling í Berlín, ])rof Niebergall í Marburg o. fl. Tveir árgangar þess eru i'l í bókasafni guðfræðideildar Háskólans, en virðast því 'uiður ekki hafa verið mikið notaðir. En fyrirkomulag þess, hygg ég, að sé eitt hið æskilegasta, m. a. fyrir það, uð hver einstaklingur getur aukið inn í ])að úr sinni eigin reynslu eða lestri — en slíkt efni verður vitanlega altaf bezt lifandi fy rir þann, er notar það. Virðist mér einsætt hafa hliðsjón af þessu mikla og merkilega safni, l)egar unnið verður úr því efni, sem berst til Prestafé- *agsins frá íslenzkum prestum. Að lokum: Bræður í þjónustu islenzkrar kirkju! Liggið nn ekki á liði yðar að leggja fram það, sem þér eigið 1 fórum yðar og orðið getur til þess að gera boðskap Jslenzkra kennimanna áhrifarikari og hagnýtari á erf- '^um timum. Sjaldan hefir stærra hlutverk verið fengið 1 hendur neinni stétt en nú hvílir á kennimönnum kristn- uinar. Nú blasa við víðar dyr og verkmiklar. Beitum l)ví öllum kröftum andans til að leysa hlutverk vort: Að leiða hinn blóði drifna mannheim inn til friðar guðs- •'ikisins. fíjörn Magmísson. Frumvarp prestakallaskipunarnefndar hefir ekki enn verið borið fram á Alþingi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.