Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Page 32

Kirkjuritið - 01.03.1941, Page 32
Tillögur til prestakallanefndar um skipun prestakalla í Húnavatnsprófastsdæmi. (Birtar samkvæmt beiðni héraðsprófasts). Ég tel, að í Vestur-Húnavatnssýslu geti ekki verið um samfærslu að ræða. Hinsvegar hefði, að mínu áliti. verið æskilegt, að bætt hefði verið við einum presti, er sæti á Hvammstanga, sem er upprennandi kauptún. Ætti kirkjan í Kirkjuhvanuni, sem er gömul og lirörleg að færast í kaupstaðinn, enda er það eftir ósk Kirkju- hvammssóknar. Yrði þá hið sameinaða Staðarhakka og Melstaðarprestakall viðráðanlegra, enda yrðu Efra-Núps og Staðarbakkakirkjur sameinaðar í eina kirkju. Hér í austurliluta prófastsdæmisins teldi ég heppileg- ast, þegar hrú væri komin á Blöndu hjá Tungukoti, að Auðkúlu og Bergstaðaprestaköll yrðu sameinuð þannig. að Bergstaða og Bólstaðarhlíðarsóknir yrðu sameinað- ar Auðkúluprestakalli. Kirkjur hinna smáu Svínavatns og Auðkúlusókna mætti sameina í eina kirkju, er stæði lijá saxnkomuhúsi sveitarinnar, en Holtastaðasókn og Blönduóssókn yrðu nýtt prestakall, og sæti presturinn á Blönduósi. Jafn- framt yrði sá hluti Blönduóskauplúns, er tilheyrir nu Höskuldsstaðasókn, sameinaður hinu nýju Blönduós- prestakalli. Enda þó eflaust verði hið á, að þessar hreytingar kom- ist á, tel ég rétt, að stefnt sé að því, er kringumstæður leyfa, að koma þeim í framkvæmd. Til dæmis liggur beint við að koma nú þegar á þeirri breytingu að sani- eina framangreindan hluta Höskuldsstaðasóknar Blöndu-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.