Kirkjuritið - 01.03.1941, Blaðsíða 34
112
H. H.: Vinsamleg leikmannsrödd.
Marz.
l)átt í guðsþjónustunum og færa sér þannig fullkomlega í nyt trúai'-
legt og siðferðilegt gildi þeirra. Til þessara erfiðleika finnur hver
einasti prestur oft og margsinnis á ári hverju, og það er víst, að
hann ber ekki lilýjari eða þakklátari hug til nokkurs manns en
þess, sem af fúsum og frjálsum vilja vill vera honum til hjálpar
og aðstoðar í starfinu í einhverri mynd. Það er oft þreytandi að
vera einn á ferð, en það er beinlínis sárt að standa einn í ábyrgðar-
miklu starfi. Á þessu þarf auðsynlega að ráða bót, ef kirkjan á að
verða nokkurs megnug í framtiðinni og firra þjóðina þeirri eyðing
trúarlegra og siðferðilegra verðmæta, sem er óhjákvæmileg af-
leiðing þverrandi álirifa kirkjunnar. Og það er vissulega hægt að
lækna meinsemdirnar, ef „fólkið þorir“ — þorir að biðja fyrir
prestinum og starfi hans af ótta við það, að einhver kunni að
brosa að slíku og telja það koma að litlu lialdi. En ég er þess full-
viss, að vér prestar þörfnumst einmitt einskis frekar, en fyrir-
bæna safnaða vorra, svo víst sem það er, að
enginn vani, ekkert verk
er sem bænin hrein og sterk
dýrmætt hér í heimi.
Það er margsannað og reynt, að einlæg bæn er frábæi' stuðningm'
hverju góðu málefni og farsæl leið til sigurs. En jafnframt ska!
sérstaklega á það bent hér, að í lijarta hvers þess manns, sem
biður fyrir presti sínum, vaknar ósjálfrátt áhugi fyrir starfi hans
og löngun til þess að stuðla að því, að það megi verða bæði á-
hrifaríkt og ávaxtaríkt. Fyrir því vildi ég að lokum mega segja
við alla þá leikmenn, sem orð mín lesa: Vér prestar þörfnumst
aðstoðar yðar og liðsinnis bæði í orði og á borði. Byrjið á þvi
að biðja fyrir oss. Þá mun alt hitt veitast oss að auki.
Hálfdan Helgason.