Kirkjuritið - 01.03.1941, Page 36
114
Vigfús Guðmundsson:
Marz.
skilagrein frá biskupnum fyrir sköttum kirknanna, upp í fyr-
nefnda 404 rd.
1727. Enn eitt bréf (4. jan.) frá sama til sama. Er þá búið að
gera við kirkjuna, og byggja nýtt hús fyrir amtmann. En sá var
galli á gjöf Njarðar, að bæði kirkjan og húsið láku í liverri skúr.
Telur hann þetta smiðnum að kenna, og vill láta fara fram rann-
sókn eða jafnvel ábyrgð á þessu.
1728. Eins og fyr er drepið á, er þá enn verið að innheimta
kirknaskattinn frá 1723. Þó sést nú ekki, hversu mikill hann varð,
eða annað en það, að frá 26 kirkjum í Þingeyjarsýslu komu 15Mj
rd., 21 crone 3 mörk og 17 skildingar. Jafngilti þetta 6 hundruð
og 15 álnum. — 1 rd. kvittaði 23% al., 1 crone 14 álnir, en 4,1
skiidingur jafngilti alin.
1730. Hér kemur lýsing J. Á. biskups af þessari sömu kirkju, á
þessa leið: Kirkjan er nýbygð (aðgerð?) af sterkum viðum. Fram-
kirkjan 8 stg. með fjalagólfi og standfjölum beggjamegin, listuð-
um að utan, og þilið eins að framan. Iíórinn 4 stg., minni en eins
bygður. Skúrfjöl um þvert og vindskeiðar á báðum stöfnum. Út-
brot, eins bygð að norðan í 2 instu stafgólf framkirkjunnar, og
sömuleiðis við 2 stg. i kórnum, en minna. „Sunnan fram líka so“.
Þökin með reisifjöl og listum utan. Stólar 11 að norðan og „Pul-
piltum“ eða hástóll, hér um faðmur á hvorn veg, með „pílárum“
alt i kring, gegnt prédikunarstól. Að sunnan 9 stólar. í kórnum
eru ófóðraðar bekkjafjalir. Milli kórs og kirkju er bjálkabygging,
með þili neðst, og „pílárum" við hástólinn, bæði við kór og út-
brot. Biskup vildi láta leggja ytra þak á kirkjuna og bræða (tjarga)
hana vel til varnar regni og sólskini. — Nú líða nokkur dulin ár.
1745. Kirkjan þarfnast þá enn mikilla aðgerða. En Pingel amt-
ma'ður segist hafa aðeins 9 rd„ er nota verði til varnar stórfeld-
ustu skemdum. Og ekki veit hann, hvaðan geti komið fé til gagn-
legrar aðgerðar, nema konungur leggi til þess skatt á aðrar kirkj-
ur landsins. Þetta þykir Hinrik Ochsen stiftamtmanni nokkuð hart
að gengið fátækum kirkjum, aftur eftir rúm 20 ár. Eigi sér hanu
samt nein önnur úrræði, með þvi líka að Pingel hafði komið
konungi í skilning um það, að lítið væri um lileðslugrjót á Bessa-
stöðum, og ekki að neinu leyti álitlegt að byggja þar torfkirkju,
eins og sumir rnundu vilja. — Á þessu ári bannaði Pingel amt-
maður kirkjufólki — og þeim, er kæniu að Bessastöðum yfirleitt
—- að liafa með sér hunda. — Þeir trufluðu guðsþjónustuna, bæði
með því að komast i kirkjuna og með áflogum úti, Þar að auki
træðu þeir niður og skerndu í kálgörðum sinum.
Ennfremur ákærir amtmaður sóknarbændur og hreppstjórana
sérstaklega fyrir sviksemi við hleðslu kirkjugarðsins. Bæði hlaup-