Kirkjuritið - 01.03.1941, Qupperneq 40
Marz.
Fréttir.
Séra Pétur Helgi Hjálmarsson,
féhirðir Prestafélags íslands og afgreiðslumaður Kirkjuritsins,
fyrrum prestur að Grenjaðarstað, andaðist að lieimili sínu hér í
bænum 17. marz eftir stutta legu. Minningargrein um hann mun
birtasf i næsta hefti Kirkjuritsins.
Prófastsfrú Guðrún Sigurðardóttir,
ekkja séra Sigurðar Jenssonar, prófasts i Flatey á Breiðafirði,
andaðist í Reykjavik 19. marz síðastl.
Þrjú ný lagafrumvörp um kirkjumál.
Magnús Jónsson liefir borið fram á Alþingi þrjú frumvörp, sem
varða kirkjuna miklu, ef þau ná að verða að lögum
I. Eitt er um kirkjuþing íslenzku þjóffkirkjunnar. Hefir það inái
verið undirbúið af nefnd í Prestafélagi íslands og rætt bæði á
fundum þess og á prestastefnu. Er í þessu frumvarpi reynt að
taka tillit til þeirra athugasemda, sem fram hafa komið. Aðalefni
þess er þetta: Kirkjuþing skal halda annaðhvert ár ,í Reykjavik.
Kjörnir kirkjuþingsmenn eru 14 kosnir í 7 kjördæmum og 1 af
guðfræðideild. Kjördæmin eru þessi: 1. Reykjavík og Kjalarness-
prófastsdæmi, 2. Mýra — Daiaprófastsd., 3. Vestfirðir, 4. Húna
vatns og Skagafjarðarprfd., 5. Eyjafjarðar—Norður-Þingeyjaprfd..
(5. Norður-Múla—Austur-Skaftafellsprd. og 7. Vestur-Skaftafells—
Árnesprfd. — I hverju kjördæmi eru tveir fulltrúar, presiur og
leikmaður. Kjósa prestar einn úr sínuin hóp og sóknarnefndar-
menn og safnaðarfulltrúar einn úr sínum hóp. Kosningin er skrif-
leg og leynileg og er stjórnað af kjörstjórn i Reykjavík undir
forsæti biskups. Kjörtímabil er G ár. — Auk þessara kjörnu full-
trúa, alls 15, eiga sæti á kirkjuþingi: Biskup, sem er forseti kirkju-
þings og kirkjuráðsmenn. — Verkefni kirkjuþings er að vera ráð-
gefandi um öll málefni kirkjunnar. — Auk þessa eru svo ákvæði
um þingfararkaup, varamenn o. fl.
II. Annað frumvarpið er um biskupsdæmi þjóðkirkjunnar■
Biskupar skulu vera tveir, annar í Reykjavík og nefnist Skál-
holtsbiskup, en hinn á Akureyri og nefnist Hólabiskup. — Skál-
holtsbiskupsdæmi er frá Austur-Skaftafellsprfd. til Strandapró-
fastsdæmis, en Hólabiskupsdæmi frá Húnavatnsprfd. til Suður-
Múlaprfd. — Prestar í hvoru biskupsdæmi kjósa sér hiskup. Kýs
hver prestur einn, og ræður meirihluti, en allir þeir, er rétt liafa
lil prestsembættis í þjóðkirkjunni, eru kjörgengir. Skálholtsbiskup
er forseti kirkjuráðs, en prestastefnur verða sín í livoru biskups-