Kirkjuritið - 01.04.1942, Page 12

Kirkjuritið - 01.04.1942, Page 12
114 Þorvaldína Ólafsdóttir: Apríl. mikil var birtan og kærleikurinn og hreinleikinn í svip og látbragði hennar öllu, að það vakti ótakmarkað traust. Hún tók mér eins og góð móðir, spurði mig um líðan móður minnar og hversvegna ég væri ein míns liðs í Reykjavík. Ég svaraði henni, sem sakir stóðu til, að ég' ynni á skrifstofu í hænum. „En elsku barnið mitt, þá átt þú að eiga heimili hjá mér“, sagði Ólafía, „og á morgun kemur þú heim til mín“. Ég lofaði því með gleði og hefi aldrei getað nógsamlega þakkað þá stund, er ég kyntist Ólafíu Jóhannsdóttur, því að þá eignaðist ég hjartfólgn- asta vininn, sem ég hefi átt á þessari jörð meðal vanda- lausra. Heima hjá Ólafíu var yndislegt að dvelja. Frá þeim stundum, sem ég átti þar og nrðu óteljandi, á ég margar dýrmætustu minningar æfinnar. Og þó eina bezta. Við vorum að tala um friðþæginguna, sem olli mér lieila- brotum þá. Ég reyndi að lýsa afstöðu minni. Ef ég hefði t. d. valdið einhverjum samferðamanninum á lífsleiðinni þjáningum með orðum mínum eða gerðum, þá gæti ég ekki notið þess fullkomna friðar, sem hún hafði lýst fyrir mér, að trúin á friðþæginguna veitti. Meðvitundin um að hafa verið orsök í þjáningu annara myndi stöðugt valda mér þrautum, þó ég tryði á fyrirgefningu Guðs og manna, ef ég leitaði hennar af einlægum hug. „En barnið mitt“, sagði Ólafía, „Jesús Kristur gerir engan hlut til hálfs. Hann ber ekki syndirnar með okkur, heldur fyrir okk- ur“. Svar Ólafíu var ekki lengra, en það var nægilegt. Birtan, sem það færði huga mínum, lýsir inér enn í dag. Annars gæti ég ekki ritað þetta. Ég skildi um leið og ég heyrði þessi orð, að við eigum að afhenda Jesú Kristi misgerðir okkar, eins og þegar við tæmum liirzlu, og ef við gérum það í trú á hann sem frelsara mannanna frá synd og dauða, þá fyllir hann tóma rúmið með ólýsanleg- um friði og hvíld, ekki aðeins eitt augnablik, heldur altaf, þegar við þurfum á hans hjálp að halda. Og hvenær lif- um við svo, að liennar sé ekki þörf?

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.