Kirkjuritið - 01.03.1944, Qupperneq 16
9'4
Bjarni Jónsson:
Marz.
ir vænt um, að það er sagt: „Allt til góðs“. Þetta skildi
hann svo vel, af þvi að hann liafði reynt það. Af eigin
reynslu gat hann horið því vitni, að allt verður til góðs,
ef lifað er i samfélagi við Drottin. Þessvegna prédikaði
hann um það, sem getur ekki brugðizt.
Þegar ég hugsa um prestsstarf séra Jóhanns, verða
þessi orð nálæg huga mínum: „Ég hlífðist ekki við að
hoða yður allt Guðs ráð“. (Post. 20. 27.). Ég kunngjörði
trúfesti þína og' hjálpræði og dró eigi dul á náð þína
og tryggð í hinum mikla söfnuði“. (Sálm. 40. 11).
Séra Jóliann þekkti kraftinn, sem kemur ofan að, og
fyrirvarð sig ekki fyrir fagnaðarerindið. Því þurfti
aldrei að leyna.
Auðmjúkur var hann, hógvær og sannur. Hann vildi
ekki villa á sér heimildir. Aðalatriðið var, að menn sæju
náð Drottins, að þeir hlustuðu þannig á þjóninn, að
tekin væri ákvörðun að fylgja Drottni, sem þjónninn
vitnaði um. Það segir svo í orði Guðs: „Þeir lieju'ðu Jó-
hannes tala þetta, og fóru á eftir Jesú“. (Jóh. 1. 37.).
Þannig á prestsstarfið að vera. Séra Jóhann var prest-
ur í anda þessara orða. Aldrei gleymdi liann þessari
játningu: „Ekki prédikum vér sjálfa oss, heldur Krist
.Tesúm sem Drottin, en sjálfa oss sem þjóna yðar vegna
.Tesú“. (2. Kor. 4. 5.).
Sjáum sér ekki í orðum þessum mynd af prestinum,
sem vér kveðjum í dag? Þegar vér virðum fyrir oss
dagfar og slarf séra Jólianns, sést hvað felst í þessu
orði: „Prestana vil ég iklæða hjálpræði“. (Sálm.
132. 16.).
Ég sá séra Jóliann ávallt þannig klæddan.
Séra Jóhann var dómkirkjuprestur í 34 ár, prestur
fjölmennasta safnaðar landsins. En fyrst og fremst var
hann prestur, sendur af Drotni, hirðir eftir Guðs lijarta,
þjónn Guðs, sem með fögnuði vikli vatn ausa úr lind-
um hjálpræðisins. Störf hans í yfirlætisleysi og rósömu