Kirkjuritið - 01.03.1944, Page 20

Kirkjuritið - 01.03.1944, Page 20
98 Bjarni Jónsson: Marz. Mér er kunnugt uni mann, hann tilheyrði Kristi. Þannig kynntist ég séra Jóhanni. Ég þakka Guði, er ég minnist hans. Með innilegu þakklæti minnist ég vináttu hans. Séra Jóhann fermdi mig hér i kirkjunni. IJann fagn aði mér ungum presti og talaði í mig kjark. Hér frá altarinu lýsti hann bless- nn vfir mér og konu minni á brúðkaupsstund okkar. Skirnarvottur barnanna Séra Jóhann Þorkelsspn okkar og tryggur vinur heimilisins. Ég og mínir erum í mikilli þakkarskuld við hann. Yið vorum í nánu, daglegu samstarfi hér í söfnuðinum í 14 ár, frá 1910— 1924. Það er birta yfir minningum þeirra tíma. Hvílík vin- átta. Guði séu þakkir fyrir hinar yndislegu minningar. Þar bar aldrei skugga á. Séra Jóbann var 30 árum eldri en ég. En ég varð þess ekki var, því að svo bróðurleg' var samvinnan. Þessvegna er mér eðlilegt að minnast séra Jóhanns með þessum orðum postulans: „Hinn elskaði bróðir, trúi þjónn og samþjónn í Drotni“. (Kól. 4. 7.). Mér var það gjöf frá Guði að mega vera i samstarfi við séra Jóhann um 14 ára skeið. Ástvinum sínum var séra Jóhann sú g'jöf, sem bless- unin fylg'di. JJeimili veitti liann forstöðu í sambúð við lconu og börn. Kona hans, frú Iíristín Einarsdóttir, er dáin fyrir 40 árum. Þeir, sem til þekkja, vita um hið ástúðlega samband föður og barna, hér lieima og er- lendis. Það voru sólarstundir á efri árum séra Jólianns,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.