Kirkjuritið - 01.03.1944, Page 23

Kirkjuritið - 01.03.1944, Page 23
Kirkjuritið. Þegar kvöldar. I hæðir, drottinn, heim til þín minn hug-ur mæddur leitar. I sjúkdómsþrautum sálin mín þér sendir bænir heitar. Nú hallar degi og húma fer, mitt hjarta þráir eftir þér, um náð sem engu neitar. Nú finn ég, dauðinn færist nær og fjör og þróttur dvínar. Minn Guð, sem öllum liðsemd ljær, ég leita á náðir þínar og flý í kærleiks faðminn þinn, þar finn ég svölun, drottinn minn, sem barn með bænir mínar. Nær hinzti lífsins dagur dvín og dauðans nálgast stundin, þá aftur lokast augun mín, og afllaus hnígur mundin. Láttu þá kærleiksljósið þitt lífga og verma hjarta mitt og mýkja banablundinn. Ó, Jesú, þú sem lífið lézt og leystir fjötrin dauða og öðru lífi okkur hézt en ánauð böls og nauða, þú flytur breysku börnin þín, þá brestur fjör og æfin dvín í húsið Herrans sauða. Ég hef þá trú og vissu von, sú von mig aldrei svíkur, að Jesús, Guðs hinn góði son, af gæzku og mildi ríkur,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.